Úrkoma í Reykjavík fyrstu tíu mánuđi ársins

Áriđ 2018 hefur veriđ mjög úrkomusamt ţađ sem af er suđvestanlands - međ ţeim úrkomuríkari sem viđ vitum um.

w-blogg031118aa

Lóđrétti ásinn sýnir úrkomumagn í mm, en sá lárétti árin frá 1885. Úrkomumćlingar féllu niđur í Reykjavík á árunum 1907 og fram á vor 1920, hluta ţess tíma sem vantar var mćlt á Vífilsstöđum. Viđ trúum ţví ađ mćlingar fyrri tíma og nútímans séu nokkurn veginn sambćrilegar ţegar tekur til magns, en talning úrkomudaga er ţađ hins vegar ekki fyllilega.

Hvađ um ţađ - úrkomumagn sem mćlst hefur til ţessa á árinu í Reykjavík er um 870 mm, um 70 mm umfram ţađ sem venjulega fellur á heilu ári. Úrkoma hefur ekki mćlst meiri í sömu mánuđum í Reykjavík síđan 1989 eđa í nćrri 30 ár. Áriđ 1989 voru 30 ár frá ţví ađ úrkoma hafđi veriđ jafnmikil, ţađ var 1959. Úrkoma mćldist einnig meiri en nú 1925, 1921 og 1887. Úrkoma síđastnefnda ársins hefur reyndar ekki fengiđ fullgilt heilbrigđisvottorđ - en viđ sleppum ţví hér ađ fetta fingur út í ţađ. 

w-blogg031118ab

Viđ lítum líka á úrkomudagafjölda og teljum eingöngu ţá daga ţegar úrkoma hefur mćlst 1 mm eđa meiri. Slíkir dagar voru ţann 31.október orđnir 158 á ţessu ári og hafa aldrei veriđ fleiri á sama tíma. Reyndar voru ţeir 157 áriđ 1989 og 156 áriđ 1976 - varla marktćkur munur. Áriđ 2010 voru ţeir hins vegar ekki nema 92 á sama tíma árs. Eins og áđur sagđi er tíminn fyrir 1907 ekki alveg sambćrilegur - stundum var sá ósiđur ţá í gangi ađ mćla ekki alla daga - heldur telja tvo eđa jafnvel fleiri daga saman ef svo bar undir. 

Ársúrkoma í Reykjavík mćldist mest áriđ 1921, 1291 mm. Mjög mikiđ ţarf ađ rigna í nóvember og desember til ađ ţađ met verđi slegiđ, hugsanlegt jú, en ekki sérlega líklegt. Áriđ 1921 á einnig met í fjölda daga ţegar úrkoma er 1 mm eđa meiri. 190. Til ađ sú tala náist í ár ţarf úrkoma ađ mćlast meiri en 1 mm 33 sinnum á 61 degi. Alls ekki óhugsandi. 

Keppni í magni annars vegar og dagafjölda hins vegar er ólík ađ ţví leyti ađ magnmet er hugsanlegt ađ slá á fremur fáum dögum - úrkoma getur veriđ ótrúlega mikil á fáum dögum, en dagur getur aldrei gefiđ meir en einn dag í talningu. Nú vantar um 320 mm upp á ársmet, rúma 5 mm á dag ţađ sem eftir er árs - kćmu t.d. ţrír dagar međ 40 mm úrkomu saxast leifin strax niđur í 200 mm sem er vel hugsanleg tala á 4 til 5 vikum. Aftur á móti - vanti t.d. enn 20 úrkomudaga upp á nýtt dagamet ţann 12 desember - er útilokađ ađ met verđi slegiđ.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg190118a
 • w-blogg190118b
 • w-blogg170119a
 • w-blogg170119b
 • w-blogg160119a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 293
 • Sl. sólarhring: 428
 • Sl. viku: 2394
 • Frá upphafi: 1736325

Annađ

 • Innlit í dag: 275
 • Innlit sl. viku: 1897
 • Gestir í dag: 266
 • IP-tölur í dag: 256

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband