Úrkoma í Reykjavík fyrstu tíu mánuði ársins

Árið 2018 hefur verið mjög úrkomusamt það sem af er suðvestanlands - með þeim úrkomuríkari sem við vitum um.

w-blogg031118aa

Lóðrétti ásinn sýnir úrkomumagn í mm, en sá lárétti árin frá 1885. Úrkomumælingar féllu niður í Reykjavík á árunum 1907 og fram á vor 1920, hluta þess tíma sem vantar var mælt á Vífilsstöðum. Við trúum því að mælingar fyrri tíma og nútímans séu nokkurn veginn sambærilegar þegar tekur til magns, en talning úrkomudaga er það hins vegar ekki fyllilega.

Hvað um það - úrkomumagn sem mælst hefur til þessa á árinu í Reykjavík er um 870 mm, um 70 mm umfram það sem venjulega fellur á heilu ári. Úrkoma hefur ekki mælst meiri í sömu mánuðum í Reykjavík síðan 1989 eða í nærri 30 ár. Árið 1989 voru 30 ár frá því að úrkoma hafði verið jafnmikil, það var 1959. Úrkoma mældist einnig meiri en nú 1925, 1921 og 1887. Úrkoma síðastnefnda ársins hefur reyndar ekki fengið fullgilt heilbrigðisvottorð - en við sleppum því hér að fetta fingur út í það. 

w-blogg031118ab

Við lítum líka á úrkomudagafjölda og teljum eingöngu þá daga þegar úrkoma hefur mælst 1 mm eða meiri. Slíkir dagar voru þann 31.október orðnir 158 á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri á sama tíma. Reyndar voru þeir 157 árið 1989 og 156 árið 1976 - varla marktækur munur. Árið 2010 voru þeir hins vegar ekki nema 92 á sama tíma árs. Eins og áður sagði er tíminn fyrir 1907 ekki alveg sambærilegur - stundum var sá ósiður þá í gangi að mæla ekki alla daga - heldur telja tvo eða jafnvel fleiri daga saman ef svo bar undir. 

Ársúrkoma í Reykjavík mældist mest árið 1921, 1291 mm. Mjög mikið þarf að rigna í nóvember og desember til að það met verði slegið, hugsanlegt jú, en ekki sérlega líklegt. Árið 1921 á einnig met í fjölda daga þegar úrkoma er 1 mm eða meiri. 190. Til að sú tala náist í ár þarf úrkoma að mælast meiri en 1 mm 33 sinnum á 61 degi. Alls ekki óhugsandi. 

Keppni í magni annars vegar og dagafjölda hins vegar er ólík að því leyti að magnmet er hugsanlegt að slá á fremur fáum dögum - úrkoma getur verið ótrúlega mikil á fáum dögum, en dagur getur aldrei gefið meir en einn dag í talningu. Nú vantar um 320 mm upp á ársmet, rúma 5 mm á dag það sem eftir er árs - kæmu t.d. þrír dagar með 40 mm úrkomu saxast leifin strax niður í 200 mm sem er vel hugsanleg tala á 4 til 5 vikum. Aftur á móti - vanti t.d. enn 20 úrkomudaga upp á nýtt dagamet þann 12 desember - er útilokað að met verði slegið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 78
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 1043
  • Frá upphafi: 2420927

Annað

  • Innlit í dag: 71
  • Innlit sl. viku: 920
  • Gestir í dag: 71
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband