Vík í Mýrdal 1910

Í tilefni aldarafmælis síðasta (viðurkennda) Kötlugoss lítum við á mynd sem tekin er í Vík í Mýrdal 1910, átta árum fyrir gosið. Þetta er gamalt póstkort, gefið út af „Gísla og Frímann“ - merkt „2463“ en ljósmyndara er því miður ekki getið. 

vik_i_myrdal_1910 

Hér er ekki langt til sjávar - ströndin gekk mjög fram eftir gosið, en síðan hefur smám saman eyðst af henni aftur. Ritstjóri hungurdiska er ekki alveg nægilega kunnugur á þessum slóðum til að sjá hvernig staðan 1910 var samanborið við það sem nú er - t.d. hvort sjó ber nú í Hjörleifshöfða frá þessum stað séð. Einhverjir lesendur kunna að geta upplýst hvernig þau mál standa. 

Í pistli sem birtist á hungurdiskum 12.október 2010 var fjallað lítillega um tjón af völdum sjávargangs og sandfoks í Vík. Þar kom fram að talsvert var um sjávarflóð síðustu áratugina fyrir gosið 1918, stærst urðu flóðin á þriðja í jólum 1914 og í 21.janúar 1916. Flæddi þá upp í verslunarhús og skemmur þær sem sjá má á miðri myndinni. Flóðið 1914 var meira en hitt - enda veður verra. 

Eftir gosið var ekki mikið um sjávarflóð í Vík en upp úr miðri öldinni virðist sem tíðni þeirra hafi farið að aukast aftur. Sömuleiðis urðu þá aukin vandræði af sandfoki. 

Hér er hlekkur á gamla pistilinn - en sjálfsagt vantar eitthvað í hann. 

Viðbót 14.október:

Þórir N. Kjartansson í Vík var svo vinsamlegur að senda ritstjóra hungurdiska mynd sem tekin er um það bil frá sama stað og myndin hér að ofan - en fyrir þremur árum og er hér með þakkað fyrir þá vinsemd og birtingarleyfi.

Samanburðarmynd

Ör sem Þórir hefur sett inn á myndina bendir á húsið Halldórsbúð sem einnig er á fyrri myndinni. Má glögglega sjá hversu miklu utar ströndin liggur nú heldur en 1910 - Kötlutangi nær langt suður fyrir Hjörleifshöfða - og enginn sjór í sjónlínu á milli Víkur og Höfðans. Þórir bendir síðan á að mikil uppbygging hefur átt sér stað til austurs í Vík allra síðustu árin - eftir að þessi mynd er tekin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég á samanburðarmynd tekna frá sama sjónarhorni en finn ekki möguleika á að setja hana hér inn.  Hún sýnir að sjórinn á þessum tíma hefur verið nánast upp við þann stað sem þjóðvegurinn er núna í og austan við þorpið.  

Þórir Kjartansson, 13.10.2018 kl. 22:06

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þakka þér fyrir Þórir, það væri gaman að sjá myndina þína - þú gætir hugsanlega sýnt okkur hana á síðu hungurdiska á facebook - ef þú ert ekkki á facebook gæti ég líka sett hana inn í pistilinn hér að ofan sendir þú mér hana í tölvupósti - trj@simnet.is

Trausti Jónsson, 13.10.2018 kl. 23:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Síðast þegar ég var við Hjörleifshöfða var talsvert langt til sjávar frá höfðanum og sandvíðáttur á báða bóga. Það eru samt einhver 20 ár síðan.

Það eru nýlegar myndir inni á google af þessu og svo náttúrlega google earth, sem er nýlegt.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.10.2018 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 209
  • Sl. viku: 1325
  • Frá upphafi: 2349794

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1211
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband