Vetrarkoma í Stykkishólmi 1846 til 2017

Ţetta er framhald á pistli sem birtist hér á hungurdiskum fyrir viku. Hann fjallađi um „vetrarkomu“ á landinu á árunum 1949 til 2017. Ţar má sjá skilgreininguna sem notuđ var. Henni er hér beitt á hita í Stykkishólmi, en viđ höfum daglegar upplýsingar um hann allt aftur til 1846. - Haustiđ 1919 vantar ţó. Megingalli fyrri pistils var sá ađ í hann vantađi ađ mestu upplýsingar um ástandiđ á hlýskeiđinu mikla á 20.öld. Hér er bćtt úr ţví.

Viđ skulum taka fram ađ međalhiti í Stykkishólmi er lítillega hćrri heldur en landsmeđaltaliđ ţannig ađ til ađ gćta fulls samrćmis viđ fyrri reikninga hefđum viđ ef til vill átt ađ miđa viđ +0,5 stig en ekki 0,0 viđ ákvörđunina - en viđ erum ađ leika okkur en ekki ađ básúna einhvern sannleika.

w-blogg091018

Lárétti ásinn sýnir ár, en sá lóđrétti er dagatal. Vetur sem byrjar snemma liggur lágt í línuritinu, en sá sem seint byrjar fćr langa súlu. Ţađ hefur nokkrum sinnum gerst í Stykkishólmi ađ vetrarbyrjun (eins og hún er skilgreind hér) dregst fram yfir áramót. Síđast gerđist slíkt 2016 og upphaf vetrarins er inni í janúar - eđa jafnvel febrúar eins og átti sér stađ 1956 - ţá auđvitađ febrúar 1957. 

Rauđi ferillinn markar 10-árakeđjur - ţar má sjá greinilega tímabilaskiptingu, ţó vissulega sé mjög mikill breytileiki frá ári til árs allan tímann. Kuldaskeiđiđ eftir 1960 kemur mjög vel fram - vetur hófst ţá yfirleitt meir en hálfum mánuđi fyrr á haustin en bćđi fyrir og eftir - ekkert ósvipađ og var á 19.öld. Ţađ vekur reyndar athygli ađ á ţessari mynd lýkur kuldanum meir en áratug áđur en ársmeđalhitameđaltöl sýna, eđa strax haustiđ 1984. 

Međaldagsetning vetrarkomu fyrir tímabiliđ í heild er 4.desember, en hefur á ţessari öld veriđ 15.desember. Reikna má leitni fyrir allt tímabiliđ og hefur vetrarkomu seinkađ um 12 daga á öld ađ jafnađi á ţessum 170 árum rúmum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • Samanburðarmynd
 • vik i myrdal 1910
 • vik i myrdal 1910
 • w-blogg131018i
 • w-blogg111018b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 119
 • Sl. sólarhring: 250
 • Sl. viku: 3382
 • Frá upphafi: 1697829

Annađ

 • Innlit í dag: 109
 • Innlit sl. viku: 2847
 • Gestir í dag: 103
 • IP-tölur í dag: 100

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband