Vetrarkoma í Stykkishólmi 1846 til 2017

Þetta er framhald á pistli sem birtist hér á hungurdiskum fyrir viku. Hann fjallaði um „vetrarkomu“ á landinu á árunum 1949 til 2017. Þar má sjá skilgreininguna sem notuð var. Henni er hér beitt á hita í Stykkishólmi, en við höfum daglegar upplýsingar um hann allt aftur til 1846. - Haustið 1919 vantar þó. Megingalli fyrri pistils var sá að í hann vantaði að mestu upplýsingar um ástandið á hlýskeiðinu mikla á 20.öld. Hér er bætt úr því.

Við skulum taka fram að meðalhiti í Stykkishólmi er lítillega hærri heldur en landsmeðaltalið þannig að til að gæta fulls samræmis við fyrri reikninga hefðum við ef til vill átt að miða við +0,5 stig en ekki 0,0 við ákvörðunina - en við erum að leika okkur en ekki að básúna einhvern sannleika.

w-blogg091018

Lárétti ásinn sýnir ár, en sá lóðrétti er dagatal. Vetur sem byrjar snemma liggur lágt í línuritinu, en sá sem seint byrjar fær langa súlu. Það hefur nokkrum sinnum gerst í Stykkishólmi að vetrarbyrjun (eins og hún er skilgreind hér) dregst fram yfir áramót. Síðast gerðist slíkt 2016 og upphaf vetrarins er inni í janúar - eða jafnvel febrúar eins og átti sér stað 1956 - þá auðvitað febrúar 1957. 

Rauði ferillinn markar 10-árakeðjur - þar má sjá greinilega tímabilaskiptingu, þó vissulega sé mjög mikill breytileiki frá ári til árs allan tímann. Kuldaskeiðið eftir 1960 kemur mjög vel fram - vetur hófst þá yfirleitt meir en hálfum mánuði fyrr á haustin en bæði fyrir og eftir - ekkert ósvipað og var á 19.öld. Það vekur reyndar athygli að á þessari mynd lýkur kuldanum meir en áratug áður en ársmeðalhitameðaltöl sýna, eða strax haustið 1984. 

Meðaldagsetning vetrarkomu fyrir tímabilið í heild er 4.desember, en hefur á þessari öld verið 15.desember. Reikna má leitni fyrir allt tímabilið og hefur vetrarkomu seinkað um 12 daga á öld að jafnaði á þessum 170 árum rúmum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 19
  • Sl. sólarhring: 800
  • Sl. viku: 1551
  • Frá upphafi: 2457106

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1421
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband