Athyglisverð lægð -

Athyglisverð lægð - en ekki víst að hún komi okkur nokkuð við. Suðvestur af Asóreyjum er nú vaxandi lægð - hvarfbaugshroði („sub-tropical system“ eðe eitthvað svoleiðis á erlendum tungum). Á fimmtudaginn segir evróprureiknimiðstöðin stöðuna vera þá sem myndin sýnir.

w-blogg260918a

Ísland er ofarlega til hægri á myndinni í vestanátt. Vaxandi lægð er við Labrador - og fer hún hiklaust í átt til landsins - á að fara hjá strax á föstudag. En við horfum á lægðina vestsuðvestur af Asóreyjum. Hér er hún um 970 hPa í miðju - með hlýjan kjarna. Næstu vikuna á hún að grynnast og dýpka á víxl - en haldast á svipuðum slóðum, lokuð inni af miklum hæðarhryggjum norðan við.

Það sem gerir hana eftirtektarverða fyrir okkur er að hún gæti skotið lofti og lægðabylgjum til norðurs - eða farið þá leið sjálf um síðir. Þetta loft er þrungið raka og bleytu og/eða fóðri til lægðadýpkunar á okkar slóðum - hvort sem nú af slíku verður eða ekki. Ritstjórinn mun alla vega halda áfram að gefa henni gaum - svona persónulega - eins og sagt er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t
 • w-blogg010820a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.8.): 12
 • Sl. sólarhring: 148
 • Sl. viku: 1736
 • Frá upphafi: 1950513

Annað

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 1508
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband