Alhvítt fyrst að hausti

Spurt var hvenær, að meðaltali, yrði fyrst alhvítt í byggð að hausti hér á landi. Tilefnið er að alhvítt varð í yfirstandandi hreti á að minnsta kosti einni veðurstöð. Hungurdiskar hafa fjallað um málið áður - en ekki þó svarað þessari ákveðnu spurningu. Sannleikurinn er sá að ekki er mjög auðvelt að svara henni svo vel sé. Ástæðan eru breytingar í stöðvakerfinu, mönnuðum stöðvum hefur fækkað mikið og því ekki fullvíst að eldri tölur og nýlegar séu alveg sambærilegar. Það krefst mikillar vinnu að tryggja (nokkurn veginn) að svo sé. Ritstjóri hungurdiska mun ekki leggja í hana.

En látum sem allt sé í lagi. Snjóhuluupplýsingar eru aðgengilegar í töflu í gagnagrunni Veðurstofunnar aftur til 1966 fyrir þær stöðvar sem athuganir hafa gert. Eldri upplýsingar hafs ekki að nema litlu leyti verið færðar á tölvutækt form.

Myndin hér að neðan er dregin eftir niðurstöðum einfaldrar leitar í töflunni. Einhverjar villur gætu leynst í gögnunum og lesendur því beðnir um að taka niðurstöðum með nokkurri varúð. 

w-blogg220918-alhvitt

Lóðrétti ásinn sýnir dagsetningar - eftir 1.ágúst, en sá lárétti árin frá 1966 til 2017. Súlurnar gefa til kynna hvenær fyrst varð alhvítt á hverju hausti. Eins og sést hefur nokkrum sinnum orðið alhvítt í byggð í ágúst á þessu tímabili. 

Sé meðaldagsetning reiknuð fæst út 14.september, en miðgildi er 11. september, það þýðir að í helmingi ára hefur fyrst orðið alhvítt fyrir þann tíma, en í helmingi ára síðar. Við tökum reyndar strax eftir því að mikill munur er á síðustu 20 árum og fyrri tíð. Miðgildi þessarar aldar er þannig 28.september - þrem vikum síðar en miðgildi tímabilsins alls. Í nærri öllum árum tímabilsins frá 1970 og fram um 1995 varð fyrst alhvítt fyrr en nú.

Ef við reiknum einfalda leitni kemur í ljós að fyrsta alhvíta degi hefur seinkað um um það bil 6 daga á áratug á tímabilinu öllu. - En höfum í huga að leitnireikningar af þessu tagi segja nákvæmlega ekkert um framtíðina. Hins vegar er líklegt að við sjáum hér enn eitt dæmi um afleiðingar hlýindanna sem hafa ríkt hér á landi síðustu tvo áratugina. Þó sumum kunni að þykja fyrsti snjór haustsins í byggð nú koma snemma - er það í raun þannig að hann er 10 dögum seinna á ferðinni heldur en að meðaltali 1966 til 2017 og 16 dögum síðar en var á tímabilinu 1966 til 1995.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband