27.8.2018 | 21:45
Greiðar leiðir - enn um sinn
Tíðarfar ágústmánaðar hefur einkennst af nokkrum lægðagangi - en lægðirnar hafa gengið greiða leið austur um og hver þeirra staðið stutt við - jafnvel farið hjá alveg fyrir sunnan land. Svo virðist sem framhald verði á þessum háttum, en lægðirnar samt öllu grófari og meiri en verið hefur. Þeir svartsýnu tala um haustlegan svip - en okkur hinum finnst þetta vera hluti af venjulegu síðsumri.
Fyrra kort dagsins sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa síðdegis á miðvikudag, 29.ágúst - sem er reyndar höfuðdagurinn sjálfur. Lægðin sem olli austanátt og úrkomu um landið sunnanvert í dag (mánudag) hefur gengið greiða leið austurfyrir. Veldur reyndar norðanstrekkingi og úrkomu nyrðra á morgun en syðra rífur smám saman af.
Á miðvikudag nálgast hæðarhryggur úr vestri - norðanáttin að mestu gengin niður og nokkrar líkur á björtu veðri um stóran hluta landsins. Næsta lægð er sögð við Suður-Grænland. Hún er í talsverðum vexti, verður enn ágengari en sú næsta á undan og veldur bæði vindi og allmikilli úrkomu á fimmtudag og föstudag - rætist þessir reikningar. Þó þessi lægð verði stór á hún líka að fara frekar hratt hjá.
Ekki hefur mikið borið á hlýju lofti hér við land í ágústmánuði og enn virðist ekki von á slíku - alla vega standi það ekki lengi við ef það kemst hingað. Norðanáttin milli lægðanna er frekar svöl - ekki samt afbrigðilega svo. En við skulum líta á hitaspá sem gildir á sama tíma og kortið hér að ofan.
Litirnir sýna hita í 850 hPa. Dekkri blái liturinn táknar hita á bilinu -4 til -6 stig. Það þýðir væntanlega að eitthvað snjóar niður eftir háfjöllum á Norðurlandi - og næturfrosts er að vænta á stöku stað á láglendi.
Heildregnu línurnar á kortinu sýna þykktina. Það er 5360 metra jafnþykktarlínan sem við sjáum inni á Norðausturlandi - það þarf bjart og þurrt veður og hægan vind til að búa til næturfrost í svo mikilli þykkt - en samt eru allmargir staðir sem leyfa það svona seint að sumri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.