Greiðar leiðir - enn um sinn

Tíðarfar ágústmánaðar hefur einkennst af nokkrum lægðagangi - en lægðirnar hafa gengið greiða leið austur um og hver þeirra staðið stutt við - jafnvel farið hjá alveg fyrir sunnan land. Svo virðist sem framhald verði á þessum háttum, en lægðirnar samt öllu grófari og meiri en verið hefur. Þeir svartsýnu tala um haustlegan svip - en okkur hinum finnst þetta vera hluti af venjulegu síðsumri.

w-blogg270818a

Fyrra kort dagsins sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa síðdegis á miðvikudag, 29.ágúst - sem er reyndar höfuðdagurinn sjálfur. Lægðin sem olli austanátt og úrkomu um landið sunnanvert í dag (mánudag) hefur gengið greiða leið austurfyrir. Veldur reyndar norðanstrekkingi og úrkomu nyrðra á morgun en syðra rífur smám saman af.

Á miðvikudag nálgast hæðarhryggur úr vestri - norðanáttin að mestu gengin niður og nokkrar líkur á björtu veðri um stóran hluta landsins. Næsta lægð er sögð við Suður-Grænland. Hún er í talsverðum vexti, verður enn ágengari en sú næsta á undan og veldur bæði vindi og allmikilli úrkomu á fimmtudag og föstudag - rætist þessir reikningar. Þó þessi lægð verði stór á hún líka að fara frekar hratt hjá.

Ekki hefur mikið borið á hlýju lofti hér við land í ágústmánuði og enn virðist ekki von á slíku - alla vega standi það ekki lengi við ef það kemst hingað. Norðanáttin milli lægðanna er frekar svöl - ekki samt afbrigðilega svo. En við skulum líta á hitaspá sem gildir á sama tíma og kortið hér að ofan.

w-blogg270818b

Litirnir sýna hita í 850 hPa. Dekkri blái liturinn táknar hita á bilinu -4 til -6 stig. Það þýðir væntanlega að eitthvað snjóar niður eftir háfjöllum á Norðurlandi - og næturfrosts er að vænta á stöku stað á láglendi.

Heildregnu línurnar á kortinu sýna þykktina. Það er 5360 metra jafnþykktarlínan sem við sjáum inni á Norðausturlandi - það þarf bjart og þurrt veður og hægan vind til að búa til næturfrost í svo mikilli þykkt - en samt eru allmargir staðir sem leyfa það svona seint að sumri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband