21.8.2018 | 01:30
Líður á ágúst
Nú eru liðnir tuttugu dagar af ágústmánuði. Meðalhiti í Reykjavík er 11,1 stig, +0,4 stigum ofan meðaltals sömu daga 1961-1990, en -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára og í 14.sæti (af 18) meðal sömu almanaksdaga á öldinni. Á 144-ára listanum er hitinn í 58. sæti. Dagarnir 20 voru hlýjastir árið 2004, meðalhiti þeirra þá var 13,5 stig. Kaldastir voru þeir árið 1912, meðalhiti 7,6 stig.
Á Akureyri er meðalhitinn nú 10,2 stig, -0,2 stigum neðan meðallags 1961-1990, en -1,0 undir meðallagi síðustu tíu ára.
Hiti er lítillega ofan meðallags síðustu tíu ára á fáeinum stöðvum á Austur- og Suðausturlandi, jákvæða vikið er mest við Lómagnúp og Hvalnes, +0,6 stig. Á flestum veðurstöðvum landsins er hiti neðan meðallags - ekki mikið þó víðast hvar, neikvæða vikið er mest við Siglufjarðarveg -1,9 stig, og -1,7 stig á Gjögurflugvelli.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 19,9 mm, um helmingur meðallags - það fjórðaminnsta sömu almanaksdaga á öldinni. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 26,9 mm og er það um þriðjung umfram meðallag.
Sólskinsstundir hafa mælst 111,7 í Reykjavík og er það ekki fjarri meðallagi.
Hiti hefur nú jafnast nokkuð yfir landið miðaða við það sem var fyrr í sumar. Taflan hér að neðan sýnir röð hita ágústmánaðar (til þessa) á samkeppnislista sömu daga áranna 2001 til 2018. Hlýjasta tímabilið er í fyrsta sæti - það kaldasta í því 18.
röð | ár | mán | spásvæði | |
12 | 2018 | 8 | Faxaflói | |
13 | 2018 | 8 | Breiðafjörður | |
9 | 2018 | 8 | Vestfirðir | |
17 | 2018 | 8 | Strandir og Norðurland vestra | |
11 | 2018 | 8 | Norðurland eystra | |
10 | 2018 | 8 | Austurland að Glettingi | |
6 | 2018 | 8 | Austfirðir | |
9 | 2018 | 8 | Suðausturland | |
12 | 2018 | 8 | Suðurland | |
16 | 2018 | 8 | Miðhálendið |
Hér má sjá að enn er hlýjast að tiltölu á Austfjörðum, en þessi mánuður er þó aðeins í sjötta hlýjasta sæti þar um slóðir. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra. Þar hefur aðeins einu sinni á öldinni verið kaldara sömu daga. Einnig er hiti á Miðhálendinu frekar neðarlega miðað við það sem algengast hefur verið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 22.8.2018 kl. 14:37 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.