Líður á ágúst

Nú eru liðnir tuttugu dagar af ágústmánuði. Meðalhiti í Reykjavík er 11,1 stig, +0,4 stigum ofan meðaltals sömu daga 1961-1990, en -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára og í 14.sæti (af 18) meðal sömu almanaksdaga á öldinni. Á 144-ára listanum er hitinn í 58. sæti. Dagarnir 20 voru hlýjastir árið 2004, meðalhiti þeirra þá var 13,5 stig. Kaldastir voru þeir árið 1912, meðalhiti 7,6 stig.

Á Akureyri er meðalhitinn nú 10,2 stig, -0,2 stigum neðan meðallags 1961-1990, en -1,0 undir meðallagi síðustu tíu ára.

Hiti er lítillega ofan meðallags síðustu tíu ára á fáeinum stöðvum á Austur- og Suðausturlandi, jákvæða vikið er mest við Lómagnúp og Hvalnes, +0,6 stig. Á flestum veðurstöðvum landsins er hiti neðan meðallags - ekki mikið þó víðast hvar, neikvæða vikið er mest við Siglufjarðarveg -1,9 stig, og -1,7 stig á Gjögurflugvelli.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 19,9 mm, um helmingur meðallags - það fjórðaminnsta sömu almanaksdaga á öldinni. Úrkoma á Akureyri hefur mælst 26,9 mm og er það um þriðjung umfram meðallag.

Sólskinsstundir hafa mælst 111,7 í Reykjavík og er það ekki fjarri meðallagi.

Hiti hefur nú jafnast nokkuð yfir landið miðaða við það sem var fyrr í sumar. Taflan hér að neðan sýnir röð hita ágústmánaðar (til þessa) á samkeppnislista sömu daga áranna 2001 til 2018. Hlýjasta tímabilið er í fyrsta sæti - það kaldasta í því 18.

röðármán spásvæði
1220188 Faxaflói
1320188 Breiðafjörður
920188 Vestfirðir
1720188 Strandir og Norðurland vestra
1120188 Norðurland eystra
1020188 Austurland að Glettingi
620188 Austfirðir
920188 Suðausturland
1220188 Suðurland
1620188 Miðhálendið

Hér má sjá að enn er hlýjast að tiltölu á Austfjörðum, en þessi mánuður er þó aðeins í sjötta hlýjasta sæti þar um slóðir. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra. Þar hefur aðeins einu sinni á öldinni verið kaldara sömu daga. Einnig er hiti á Miðhálendinu frekar neðarlega miðað við það sem algengast hefur verið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband