Afmæli hungurdiska

Nú á blogg hungurdiska 8 ára afmæli. Fyrsta færsla gerð 19.ágúst 2010. - Sú var ekki löng en síðan hafa 2261 bæst við - textinn líklega rúmlega 4 þúsund prentaðar blaðsíður - sumt fullkomin froða auðvitað en feitir bitar innan um. Enn er haldið áfram - biðlisti viðfangsefna óralangur og lengist fremur en styttist - lítil von til þess að ritstjórinn hafi nokkru sinni undan þeim ósköpum öllum. - En hann þakkar alla vega þrautseigum lesendum gömlum og nýjum.

w-blogg190818a

Veðurkort 19.ágúst 2010. Mikil hæð yfir Grænlandi, en lægðir við Bretland - ekki mjög algeng staða upp á síðkastið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Og til hamingju með það. Þú hefur auðgað veðurvit okkar hinna og hleypt þeim sömu inn í heim ykkar sem lifa og hrærast í að gera sitt besta til að skilja veður og vind. Það er ekki allra að gefa af sér og þú átt heiður skilið að koma þessum hlutum á mannamál og ýta undir veðurvitundina, hvort heldur í lærðra eða leikna. Ef ég væri með hatt myndi ég taka hann ofan.

Sindri Karl Sigurðsson, 19.8.2018 kl. 02:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hamingjuóskir um leið og þakklæti fyrir góða frásögn og skíringar á þessu flókna fyrirbæri(í mínum huga) náttúrunnar. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2018 kl. 02:47

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hamingjuóskir með úthaldið. Ég segi eins og Helga - það er virðingarvert að aðstoða okkur við að skilja þetta fyrirbæri - veðrið. 

Ragnhildur Kolka, 19.8.2018 kl. 09:08

4 identicon

Til hamingju og kærar þakkir fyrir fróðleik og málsnilld.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 20.8.2018 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband