Á síđasta degi júlímánađar

Veđurlag í júlí hefur í heildina veriđ svipađ og mánuđina tvo á undan. Sólarlítiđ og fremur svalt á landinu sunnan- og vestanverđu, en meira um bjartviđri og hlýja daga austanlands. Munur á milli landshluta er ţó íviđ minni en í fyrri mánuđunum tveimur. 

Taflan sýnir hvernig međalhiti mánađarins rađast međal annarra júlímánađa aldarinnar, 18 alls.

röđármán spásvćđi
1720187 Faxaflói
1620187 Breiđafjörđur
1620187 Vestfirđir
1520187 Strandir og Norđurland vestra
1020187 Norđurland eystra
420187 Austurland ađ Glettingi
120187 Austfirđir
1120187 Suđausturland
1620187 Suđurland
1420187 Miđhálendiđ

Viđ Faxaflóa er mánuđurinn sá nćstkaldasti á öldinni, ómarktćkt kaldara var í júlí 2002. Aftur á móti er hann sá hlýjasti á öldinni á Austfjörđum - nćrri miđju á norđurlandi eystra og á suđausturlandi. 

Ađ tiltölu hefur veriđ hlýjast á fjöllum eystra, jákvćtt vik miđađ viđ síđustu tíu ár er mest á Gagnheiđi og Fjarđarheiđi, +1,5 stig. Neikvćđ vik eru mest á Hraunsmúla í Stađarsveit og á Botnsheiđi, -1,8 stig miđađ viđ síđustu tíu ár.  

Á landsvísu reiknast međalhiti í byggđ 10,1 stig (endar e.t.v. í 10,2), mun kaldara var í júlí 2015 og júlímánuđir áranna 2001 og 2002 voru einnig kaldari en nú. 

Úrkoma er ofan međallags um nćr allt land - virđist ţó vera neđan međallags á Austfjörđum. Sólarleysi hefur haldiđ áfram ađ hrjá íbúa Suđur- og Vesturlands. Sólskinsstundir í Reykjavík međal ţeirra fćstu í júlímánuđi, ţó verđur ekki um met ađ rćđa. 

Júlíuppgjör Veđurstofunnar međ međalhita, úrkomu og sólskinsstundafjölda ćtti ađ sýna sig nćstu daga. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oft er ţađ ţannig eins og veriđ hefur ţetta sumariđ, ađ ef sólarlítiđ, úrkomusamt og svalt er á suđvestur horninu er hiđ besta veđur í Skandinavíu. Ţessi júlí mánuđur er ţó međ ólíkindum ţar og sé á veđurvef YR.no ađ jákvćtt vik međalhita í Osló verđur 5,7 gráđur í júlí (yfir 22. stiga međalhiti). Er slíkt frávik ekki nćr ţví ađ vera hamfarir ?  Gćti slíkt gerst hér á landi ? Ađ í Reykjavík kćmi júlí mánuđur međ 16-17 atiga neđalhita ?

Sigţór Sigurđsson (IP-tala skráđ) 31.7.2018 kl. 21:08

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Breytileiki hita er talsvert meiri í Osló heldur en í Reykjavík - 5,7 stiga vik ţar samsvarar um 3,4 stigum í Reykjavík - ţannig ađ ţađ sem Osló er ađ upplifa nú er svipađ ţví sem Reykjavík fengi um 14,0 stiga júlímánuđ - nokkuđ sem aldrei hefur gerst. Hámarkiđ er 13,0. Ţetta er auđvitađ međ töluverđum ólíkindum. 

Trausti Jónsson, 31.7.2018 kl. 22:55

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 1074
  • Sl. viku: 2735
  • Frá upphafi: 2426592

Annađ

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 2438
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband