Hægfara breytingar?

Rétt er að halda spurningarmerkinu í fyrirsögninni til streitu - það er alls ekki víst að neinar efnislegar breytingar verði á veðurlagi á næstunni. Á þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri.

w-blogg220718a 

Kortið sýnir sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa-fletinum síðdegis á þriðjudag, 24.júlí. Ísland er í þrýstiflatneskju - lægðir og smálægðardrög við landið og þar af leiðandi skýjað veður víðast hvar - og e.t.v. dálítil úrkoma. En snörp lægð er við suðurodda Grænlands á leið til austsuðausturs. Hún er tengd sliti út úr meginkuldapolli norðurslóða - hann hefur verpt eggi eins og ritstjóri hungurdiska hefur stundum orðað það. 

Kalt heimskautaloft streymir til suðurs framhjá Grænlandi suðvestanverðu og út á Atlantshaf. Framrásin er nægilega öflug til að búa til myndarlega lægðarhringrás sem mun um síðir teygja sig til suðurs og austurs og hugsanlega - rétt hugsanlega - grípa þar eitthvað af hlýrra lofti og færa í átt til Íslands. 

Þó lægðin nýja grípi e.t.v. í tómt ætti niðurstaðan samt að verða sú að ríkjandi áttir verði heldur austlægari en verið hefur. En svo gæti líka farið svo að við fáum þetta kalda loft úr vestri bara yfir okkur seinna í vikunni - rétt eins og algengast hefur verið í sumar og aftur verði að bíða í nokkra daga eftir nýju færi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 1131
  • Sl. viku: 2705
  • Frá upphafi: 2426562

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 2409
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband