11.7.2018 | 01:56
Köld og hlý júlíbyrjun -
Köld og hlý júlíbyrjun - hvoru megin ert þú lesandi góður?
Júlímánuður byrjar heldur kuldalega á landinu sunnan- og vestanverðu - en aftur á móti sérlega hlýlega á Austfjörðum. Meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðarins í Reykjavík er 9,1 stig, -1,2 stig neðan meðallags áranna 1961-1990, en -2,5 stig neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Þetta er kaldasta júlíbyrjun á öldinni í Reykjavík, og reyndar sú kaldasta síðan 1993. Á langa listanum er hiti þessara daga í 130. sæti af 144. Þeir voru hlýjastir 1991, þá var meðalhiti 14,0 stig, en kaldastir voru þeir 1874, 7,6 stig (raunar er sú tala nokkuð á reiki), en næstlægsta talan er nokkuð örugg, 7.8 stig, árið 1892. Árin 1979 og 1983 var meðalhiti þessara daga 8,2 stig í Reykjavík.
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu dagana 11,5 stig, +1,5 stigi yfir meðallagi áranna 1961-1990, en +0,7 yfir meðallagi síðustu tíu ára - og í 17. til 18. sæti á 83-ára lista Akureyrar. Þar voru dagarnir tíu hlýjastir 1991 eins og í Reykjavík, meðalhiti 15,4 stig, en kaldastir voru þeir 1970, meðalhiti 6,8 stig.
Að tiltölu hefur verið hlýjast á Austfjörðum, jákvæða vikið er mest í Neskaupsstað þar sem hiti hefur verið +2,2 stig ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast að tiltölu hefur verið á heiðastöðvum á Suðvesturlandi, vikið er -3,0 stig á Skarðsmýrarfjalli og á Botnsheiði. Í byggð er neikvæða vikið mest á Þingvöllum, -2,9 stig.
röð | 10.júlí | spásvæði |
18 | Faxaflói | |
18 | Breiðafjörður | |
14 | Vestfirðir | |
8 | Strandir og Norðurland vestra | |
6 | Norðurland eystra | |
4 | Austurland að Glettingi | |
1 | Austfirðir | |
8 | Suðausturland | |
18 | Suðurland | |
16 | Miðhálendið |
Taflan sýnir röðun meðalhita einstakra spásvæða á öldinni. Á Suðurlandi, við Faxaflóa og við Breiðafjörð er þetta kaldasta júlíbyrjun aldarinnar (18.sæti af 18), en á Austfjörðum hins vegar sú hlýjasta (1. sæti af 18). Kalt hefur einnig verið á Miðhálendinu og Vestfjörðum, en á vestanverðu Norðurlandi og á Suðausturlandi er hitinn nærri miðju raðar.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 14,6 mm og er það í meðallagi. Á Akureyri er úrkoma ofan meðallags.
Eins og að undanförnu eru sólskinsstundir harla fáar suðvestanlands, hafa aðeins mælst 14 það sem af er mánuði í Reykjavík og hafa þær aðeins 6 sinnum verið færri sömu daga mánaðarins, fæstar 5,2. Það var árið 1977.
Engar breytingar er að sjá allra næstu daga - en misræmi er í spám sem ná lengra fram í tímann - flestar gera þó ekki ráð fyrir grundvallarbreytingum á stöðunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 657
- Sl. sólarhring: 778
- Sl. viku: 2452
- Frá upphafi: 2413472
Annað
- Innlit í dag: 614
- Innlit sl. viku: 2214
- Gestir í dag: 603
- IP-tölur í dag: 588
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Mögnuð sjálfsvörn.
Trausti er afburða veðurfræðingur. Skemmtilegur maður.
Það búið er að spá fyrir daginn og enginn dropi settur á Reykjavík.( Ekki einu sinni 3 ). Það mígrignir hinsvegar og himininn gefur ekkert til kynna annað er úrhelli,
Í stöðunni skellir Trausti 10 dropum á Reykjavík kl.14, til að bjarga því sem bjargað verður. Þetta finnst mér algjör brillijans.
Ég hinsvegar nýbúinn að opna múr á palli 3. Ég get ekkert gert annað en slá undan og farið í fýlu.
bjarni þórðarson (IP-tala skráð) 11.7.2018 kl. 13:59
Löngu hættur í veðurspám - og veit ekki til þess að starfsheiti veðurfræðinga hafi verið breytt - og veit ekki heldur hvaða dropar eru hér til umræðu né hvar þeir hafa birst.
Trausti Jónsson, 11.7.2018 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.