Spurningar um júnímánuđ

Ýmsar spurningar hafa komiđ upp varđandi júnímánuđ ţann sem nú er nćrri liđinn. Hann hefur veriđ sérlega ţungbúinn um landiđ sunnan- og vestanvert. Ţar hefur úrkoma einnig veriđ mikil og veđur fremur svalt.  Allt ađra sögu er ađ segja um landiđ austanvert. Heildarúrkoma mánađarins er ţar ađ vísu nokkuđ mikil sums stađar - (mjög misskipt), en hlýindin mikil og svo virđist sem sól hafi einnig skiniđ ţar glatt.

Hlýindin hafa veriđ mest á hálendinu austanverđu. Viđ Kárahnjúka hefur hitinn veriđ 3,2 stigum ofan međallags síđustu tíu ára og víđa til fjalla austanlands hafa jákvćđ vik veriđ meiri en 2 stig - heldur minni í byggđ. Ađ tiltölu er svalara eftir ţví sem vestar dregur. Neikvćđa vikiđ miđađ viđ síđustu tíu ár er mest í Stađarsveit, á Hraunsmúla hefur hiti veriđ -2,0 stigum neđan međallags síđustu tíu ára og -1,8 stig á Bláfeldi og svo á Hafnarmelum. 

Í Reykjavík er vikiđ miđađ viđ síđustu tíu ár -1,6 stig, en +0.9 á Akureyri. Sem stendur er mánuđurinn sá kaldasti á öldinni međal almanaksbrćđra í Reykjavík (munar ţó litlu á honum og júní 2001), en á Akureyri er hann í augnablikinu sá sjöttihlýjasti á ţessari öld. Austur á Egilsstöđum er hann sá fjórđihlýjasti á öldinni. 

Taflan hér ađ neđan tekur saman hita á einsökum spásvćđum Veđurstofunnar og setur hita mánađarins í röđ á öldinni.

 röđ spásvćđi
 17 Faxaflói
 15 Breiđafjörđur
 12 Vestfirđir
 9 Strandir og Norđurland vestra
 5 Norđurland eystra
 5 Austurland ađ Glettingi
 2 Austfirđir
 7 Suđausturland
 15 Suđurland
 8 Miđhálendiđ

Hér má sjá ađ viđ Faxaflóa er mánuđurinn sá nćstkaldasti á öldinni, en á Austfjörđum sá nćsthlýjasti. Fyrir landiđ í heild er hiti í međallagi júnímánađa síđustu tíu ára. 

Ţó svalt hafi veriđ sunnanlands og vestan miđađ viđ undanfarin ár hefur júní samt oft veriđ talsvert kaldari heldur en nú, t.d. 30 sinnum í Reykjavík síđan samfelldar mćlingar hófust. Síđast var kaldara en nú 1997, og talsvert kaldara var í júní bćđi 1994 og 1992. 

Úrkoma hefur nokkrum sinnum veriđ meiri í Reykjavík í júní heldur en nú, síđast áriđ 2014. Aftur á móti eru alveg ţurrir dagar í mánuđinum ekki nema 5 til ţessa - og verđa vart fleiri. Sýnist ritstjóra hungurdiska í fljótu bragđi ađ úrkomudagafjöldi í júní hafi ekki veriđ slíkur nema tvisvar áđur, 1960 og 1983. Ólíkt fór um ţau tvö sumur, ţađ fyrra státar einnig af einum lengsta samfellda ţurrkakafla nokkurs sumars - (í ágúst) og er enn í minnum haft fyrir gćđi, en hiđ síđara var allt á versta veg, kalt, hvasst og blautt. 

Rigningunum hefur fylgt sérstök deyfđartíđ til loftsins um landiđ sunnan- og vestanvert. Međalskýjahula í Reykjavík hefur ađeins tvisvar veriđ ámóta mikil í júní og nú. Ţađ var 1986 og 1988. Sömuleiđis virđist ástandiđ hafa veriđ svipađ í júní 1914 tökum viđ mark á athugunum á Vífilsstöđum. Sólskinsstundafjöldi er líka sérlega lágur, ţegar ţetta er skrifađ eru ađeins 70,6 stundir fćrđar til bókar. Ţćr voru ámóta fáar 1988, voru ţá 60,1 ţegar jafnlangt var komiđ fram í mánuđinn, en síđustu tvo dagana bćttust 12,1 viđ ţannig ađ mánuđurinn endađi í 72,2 stundum. Enn vantar núlíđandi júní 1,6 stund til ađ jafna ţá tölu - en hefur til ţess daginn í dag (29.) sem er langt kominn án sólarglennu og svo morgundaginn - en ţá er enn möguleiki síđdegis eđa undir kvöld. 

Í júní 1914 varđ heildarfjöldi sólskinsstunda 65,6. Mćlt var á Vífilsstöđum. Dálítil óvissa er alltaf í aflestri á sólskinsblöđum. Danska veđurstofan hafđi ţannig fengiđ út töluna 60,9 stundir - og ţriđji lestur einhvers annars myndi vćntanlega skila ţriđju tölunni fyrir mánuđinn í heild. En heildarfjöldinn er samt líklega íviđ lćgri heldur en nú - ţađ styđur líka međalskýjahulan í júní 1914 og áđur var á minnst. 

En ţess skal getiđ ađ annar mćlir hefur undanfarin ár líka mćlt sólskinsstundafjölda í Reykjavík - hann er ţeim kostum búinn ađ mćla betur síđustu geisla kvöldsólarinnar og fyrstu geisla á morgnanna ţegar sólargangur er allralengstur - heldur en hinn venjulegi mćlir. Svo hefur einmitt viljađ til nú ađ sól hefur helst skiniđ rétt í byrjun og lok dags. Ţetta veldur ţví ađ sá mćlir hefur nú samtals mćlt 79,3 stundir í mánuđinum - 9 stundum meira en hefđbundni mćlirinn. - En líklega hefđi hann líka mćlt meira í júní 1988 heldur en hinn. Nokkuđ langan samanburđartíma ţarf til ađ nýju mćlingarnar geti orđiđ alveg samanburđarhćfar viđ ţćr eldri. - En ţađ kemur.

Eitt af ţví sem telja má óvenjulegt er ađ hámarkshiti ársins til ţessa í Reykjavík er ekki nema 14,3 stig - og ekki nema 13,5 stig á kvikasilfursmćlinn í gamla skýlinu. Ţessar tölur eru reyndar frá ţví í maí. Hćstu tölur í júní eru 13,2 stig (hólkur) og 12,6 stig (skýli). Nú er ţađ svo ađ skýliđ er nú ađeins opnađ tvisvar á dag, líklegt er ađ minni munur hefđi veriđ á hámarkshita hólks og skýlis ef ţađ vćri opnađ á ţriggja stunda fresti eins og var á árum áđur. 

Ţađ er sárasjaldan ađ hámarkshiti júnímánađar sé lćgri en 14 stig í Reykjavík. Frá ţví ađ samfelldar hámarksmćlingar hófust áriđ 1920 hefur ţađ gerst sjö sinnum ađ hámarkshiti júnímánađar hefur veriđ undir 14 stigum, ţrisvar undir 13,5 stigum og ađeins einu sinni jafnlágur og nú (13,2 stig). Ţađ var 1978. Hámarksmćlingar voru mjög stopular fyrir 1920, en voru ţó gerđar í júní 1885 ţegar mánađarhámarkshitinn mćldist ađeins 12,5 stig. Hćsti hiti sem mćldist á athugunartíma í júní 1914 (ţeim sólarlausasta af öllum) var 13,0 stig. 

Ţađ hefur gerst ađeins 6 sinnum (frá og međ 1920) ađ hćsti hiti fyrri hluta árs hefur veriđ lćgri en nú í Reykjavík (14,3 stig), síđast 1994, en áđur 1978, 1977, 1973, 1961 og 1922. Rétt ađ hafa í huga ađ samkeppni upp á tíunduhluta er varla marktćk - mest viđhöfđ til gamans.  

Sumareinkunn júnímánađar á (leik)kvarđa ritstjóra hungurdiska verđur mjög lág í Reykjavík, líklega núll og enginn sumardagur hefur enn skilađ sér í júnímánuđi (samkvćmt skilgreiningu ritstjórans). Viđ látum uppgjörsfréttir og samanburđ bíđa ţar til mánuđurinn er endanlega liđinn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 104
  • Sl. viku: 2486
  • Frá upphafi: 2434596

Annađ

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2208
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband