Sjávarhitastađan

Viđ lítum nú á sjávarhitavik á Norđur-Atlantshafi eins og evrópureiknimiđstöđin segir ţau vera um ţessar mundir.

w-blogg270618a

Köldu vikin suđvestur í hafi eru áberandi á kortinu. Langmest eru ţau viđ Nýfundnaland - ţar trúlega afleiđing af hafísbráđnun fyrr í vor. Viđ sjáum ekki á ţessu korti hvort vikin eru ađeins í örţunnu lagi eđa hvort ţau ná eitthvađ dýpra. Ísbráđ er létt og flýtur vel ofan á ţar til öflugir vindar blanda henni niđur - og hlýrri sjó (sem vćntanlega er undir) upp. 

Köldu vikin eiga sjálfsagt einhvern ţátt í svalanum hér suđvestanlands ađ undanförnu - vegna ţess ađ ríkjandi vindar hafa blásiđ beint af ţeim slóđum ţar sem ţau ríkja. Hefđu vindáttir veriđ lítillega ađrar hefđu áhrif neikvćđu vikanna veriđ ţví minni hérlendis. 

Enn er sjávaryfirborđ hlýtt fyrir norđan land. Annars er viđ ţví ađ búast ađ dagleg vikakort reiknimiđstöđvarinnar geti veriđ nokkuđ kvik ţessa mánuđina. Stöđin var ađ taka í notkun nýja tengingu milli lofts og sjávar - loft og vindar ţess fá nú ađ ráđa meiru um sjóinn fyrstu daga hverrar spárunu heldur en áđur. Ţetta kann t.d. ađ hafa ţau áhrif ađ ţau vik sem lítil eru um sig verđi snarpari en viđ eigum ađ venjast á myndum sem ţessum - en reynslan verđur ađ skera úr um ţađ hvernig ţetta nýja fyrirkomulag stendur sig. Ef vel gengur mun ţađ bćta spár enn frekar. Reiknimiđstöđin á glćsilegan feril ađ baki og er í fararbroddi á heimsvísu - ţó ekki sé alltaf allt í besta lagi - ekki er međ nokkru móti hćgt ađ ćtlast til ţess. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Trausti. Ţakka góđa grein og stađreyndir 

Valdimar Samúelsson, 29.6.2018 kl. 11:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p
 • ar_1870t

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.8.): 389
 • Sl. sólarhring: 426
 • Sl. viku: 1763
 • Frá upphafi: 1952264

Annađ

 • Innlit í dag: 344
 • Innlit sl. viku: 1515
 • Gestir í dag: 326
 • IP-tölur í dag: 319

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband