Sjávarhitastaðan

Við lítum nú á sjávarhitavik á Norður-Atlantshafi eins og evrópureiknimiðstöðin segir þau vera um þessar mundir.

w-blogg270618a

Köldu vikin suðvestur í hafi eru áberandi á kortinu. Langmest eru þau við Nýfundnaland - þar trúlega afleiðing af hafísbráðnun fyrr í vor. Við sjáum ekki á þessu korti hvort vikin eru aðeins í örþunnu lagi eða hvort þau ná eitthvað dýpra. Ísbráð er létt og flýtur vel ofan á þar til öflugir vindar blanda henni niður - og hlýrri sjó (sem væntanlega er undir) upp. 

Köldu vikin eiga sjálfsagt einhvern þátt í svalanum hér suðvestanlands að undanförnu - vegna þess að ríkjandi vindar hafa blásið beint af þeim slóðum þar sem þau ríkja. Hefðu vindáttir verið lítillega aðrar hefðu áhrif neikvæðu vikanna verið því minni hérlendis. 

Enn er sjávaryfirborð hlýtt fyrir norðan land. Annars er við því að búast að dagleg vikakort reiknimiðstöðvarinnar geti verið nokkuð kvik þessa mánuðina. Stöðin var að taka í notkun nýja tengingu milli lofts og sjávar - loft og vindar þess fá nú að ráða meiru um sjóinn fyrstu daga hverrar spárunu heldur en áður. Þetta kann t.d. að hafa þau áhrif að þau vik sem lítil eru um sig verði snarpari en við eigum að venjast á myndum sem þessum - en reynslan verður að skera úr um það hvernig þetta nýja fyrirkomulag stendur sig. Ef vel gengur mun það bæta spár enn frekar. Reiknimiðstöðin á glæsilegan feril að baki og er í fararbroddi á heimsvísu - þó ekki sé alltaf allt í besta lagi - ekki er með nokkru móti hægt að ætlast til þess. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Trausti. Þakka góða grein og staðreyndir 

Valdimar Samúelsson, 29.6.2018 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband