21.6.2018 | 17:05
Norðurhvelsstaðan
Við lítum á norðurhvelsstöðuna nærri jónsmessu - eins og evrópureiknimiðstöðin segir hana verða síðdegis á laugardag, 23.júní. Nú er komið sumar á norðurhveli - síðustu leifar vetrarkuldans þrjóskast þó við eins og venjulega. Meginlöndin hafa náð að hrista af sér megnið af vetrarsnjónum en auðvitað er íshella á Norðuríshafi.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, þykkt er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Meginvestanhringrás hvelsins er orðin mjög veikluleg - stóri hringurinn sem settur hefur verið inn á kortið markar hana gróflega. Við sjáum stór og mikil lægðardrög skiptast á við ámóta öfluga hryggi frá Vestur-Evrópu í vestri - austur eftir allri Asíu. Vestanáttin nær sér nokkuð á strik yfir Norður-Kyrrahafi, en óregla er yfir Norður-Ameríku.
Leifar vetrarkuldans hanga enn á þröngu svæði sem hér er afmarkað gróflega með rauðri sporöskju. Í kringum þær blása öflugir vindar (jafnhæðarlínur eru þéttar) - innan sporöskunnar snúast nokkrir kuldapollar þar sem enn má sjá bláan lit. Kuldapollurinn sem er við strönd Labrador er öflugur og er á nokkurri hreyfingu til austurs - og dælir sunnanáttin austan við hann hlýju og röku lofti í átt til Íslands - þykktin (hiti í neðri hluta veðrahvolfs) er vel yfir meðallagi á laugardaginn. Í neðstu lögum blandast þetta hlýja loft kaldara sjávarlofti þannig að áveðurs á landinu er ekki sérlega hlýtt - en þess hlýrra verður þar á landinu þar sem hærra hlutfall loftsins er komið að ofan.
Það er bæði kostur og ókostur við þessa stöðu hversu öflugir háloftavindarnir eru - ókosturinn er rigning, dimmviðri og jafnvel hvassviðri um stóran hluta landsins, en kosturinn aftur sá að þetta er hvikult - ekki fastlæst eins og stundum er að sumarlagi. Rauða sporaskjan snýst og hnikast til og auk þess eru enn 6 til 7 vikur enn í norðurhvelshámark sumarsins. - Nú, auk þess koma margir hlýir og góðir dagar eystra, megi þeir sem þar eru vel njóta.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.