Fyrstu 20 dagar júnímánaðar

Þá eru tuttugu dagar liðnir af þessum júnímánuði. Meðalhiti þeirra í Reykjavík er 8,5 stig, -0,4 stigum neðan meðallags áranna 1961-1990, en -1,6 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Fyrstu tuttugu dagarnir hafa tvisvar verið kaldari á þessari öld, 2001 og 2015. En á langa listanum er hiti þeirra í 94. sæti af 144 - (því rétt utan kalda þriðjungsins). Hlýjastir voru fyrstu 20 dagar júnímánaðar árið 2002, meðalhiti þá var 11,5 stig, en kaldastir 1885, meðalhiti þá 6,6 stig.

Á Akureyri er meðalhiti það sem af er júní 10,2 stig, 0,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Sem fyrr eru hitavik jákvæð norðaustan og austanlands, mest +3,1 stig við Kárahnjúka, en þau eru aftur á móti neikvæð um landið sunnan- og vestanvert. Mesta neikvæða vikið er á stöðinni á Hafnarmelum, -1,8 stig.

Úrkoma hefur mælst 40,1 mm í Reykjavík og er það í ríflegu meðallagi, en 23,7 mm á Akureyri, líka í ríflegu meðallagi. Aftur á móti er úrkomu nokkuð misskipt um landið, furðuþurrt hefur verið sums staðar á Vestfjörðum og á stöku stað sunnanlands.

Sólskinsstundir hafa verið fáar í Reykjavík - þar til í dag (20.) að þær mældust 17,6 - aðeins 10 mínútum minna en mest hefur mælst þennan dag (munurinn í reynd enginn). Heildarsumma mánaðarins stökk því upp og er nú 61,7 stundir. Þó það sé afspyrnulág tala er hún samt hærri heldur en heildarfjöldi sólskinsstunda í júní 1914 - það þýðir víst að þó ekkert sólskin mælist afgang mánaðarins er meti samt þegar forðað. En sé miðað við fyrstu 20 dagana er sólskinsstundafjöldinn nú í 99. sæti af 106, neðar eru t.d. sömu dagar 2013 - sem er í 102. sæti með 56,5 stundir - en endaði þó í 121,7. Það er 1988 sem á langlægstu heildarsummu júnímánaðar á síðari áratugum, 72,2 stundir. Það hlýtur að takast á næstu tíu dögum að skrapa saman í þær 10,6 stundir sem nú vantar til að ná upp fyrir hana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband