12.6.2018 | 17:55
Liggja í loftinu
Næstu vikuna eða svo eru aðstæður til myndunar djúpra lægða á Atlantshafi ákjósanlegar. Slík þróun er þó ekki vís - og þar að auki er algjörlega óljóst hvort slíkar hugsanlegar lægðir muni plaga okkur eitthvað - eða fara hjá fyrir sunnan land. Tilurð þeirrar fyrstu virðist nokkuð örugg - og sömuleiðis að hún fari norðaustur um Færeyjar eða þar sunnan við á fimmtudag. Miðjuþrýstingur verður um eða undir 970 hPa. Svo lágar tölur eru óvenjulegar í júni.
Ef við leitum í gögnum að tilvikum þegar sjávarmálsþrýstingur hefur hér á landi farið niður fyrir 980 hPa fáum við eftirfarandi töflu:
röð | stöð | ár | mán | dagur | þrýstingur | nafn | |
1 | 815 | 1983 | 6 | 11 | 959,6 | Stórhöfði | |
2 | 816 | 1894 | 6 | 16 | 964,7 | Vestmannaeyjakaupstaður | |
3 | 772 | 1961 | 6 | 16 | 968,2 | Kirkjubæjarklaustur | |
4 | 178 | 1876 | 6 | 4 | 971,1 | Stykkishólmur | |
5 | 422 | 1874 | 6 | 4 | 972,2 | Akureyri | |
6 | 1 | 1845 | 6 | 2 | 972,6 | Reykjavík | |
7 | 1 | 1827 | 6 | 17 | 973,4 | Reykjavík | |
8 | 815 | 1967 | 6 | 28 | 975,4 | Stórhöfði | |
9 | 816 | 1881 | 6 | 25 | 975,8 | Vestmannaeyjakaupstaður | |
10 | 707 | 2002 | 6 | 18 | 976,1 | Akurnes | |
11 | 772 | 1962 | 6 | 14 | 976,2 | Kirkjubæjarklaustur | |
12 | 772 | 1995 | 6 | 17 | 976,8 | Kirkjubæjarklaustur | |
13 | 178 | 1873 | 6 | 28 | 977,1 | Stykkishólmur | |
14 | 815 | 1972 | 6 | 20 | 977,7 | Stórhöfði | |
15 | 285 | 1955 | 6 | 24 | 977,8 | Hornbjargsviti | |
16 | 178 | 1862 | 6 | 17 | 978,0 | Stykkishólmur | |
17 | 816 | 1879 | 6 | 28 | 978,2 | Vestmannaeyjakaupstaður | |
18 | 816 | 1920 | 6 | 20 | 978,3 | Vestmannaeyjakaupstaður | |
19 | 815 | 1959 | 6 | 3 | 978,8 | Stórhöfði | |
19 | 422 | 1852 | 6 | 22 | 978,8 | Akureyri | |
21 | 816 | 1905 | 6 | 2 | 979,3 | Vestmannaeyjakaupstaður | |
22 | 816 | 1885 | 6 | 22 | 979,5 | Vestmannaeyjakaupstaður | |
23 | 675 | 1930 | 6 | 10 | 979,7 | Teigarhorn |
Gögnin ná til 196 ára - en fyrstu 50 árin rúm voru stöðvar á hverjum tíma fáar og auk þess er nokkur óvissa í nákvæmninni - getur hæglega munað 1 til 2 hPa til eða frá. En við sjáum að þrýstingur hér á landi hefur farið niður fyrir 980 hPa 23 á þessu tímabili eða á 8 til 9 ára fresti að meðaltali, sjö sinnum niður fyrir 975 hPa (einu sinni á 25 til 30 árum) og aðeins þrisvar niður fyrir 970 hPa - sem er sá þrýstingur sem fimmtudagslægðin á að fara niður í. Ísland er ekki mjög stór hluti af Norður-Atlantshafinu öllu og líkur á að svona djúp lægð hitti á landið einmitt þann stutta tíma sem hún er hvað öflugast eru ekki miklar. Lægðir sem eru dýpri en 970 hPa eru því mun algengari en íslensku tölurnar sýna einar og sér.
Lægðin sem kom að landinu 11.júní 1983 er alveg sér á parti. Atburðaskrá hungurdiska segir: Kindur króknuðu á Snæfjallaströnd og í Fljótum. Á Snæfellsnesi féllu rafmagnsstaurar, þakplötur fuku og bátar á Búðum skemmdust. Skemmdir urðu á kartöflugörðum í Þykkvabæ og Kjós. Alhvítt varð víða norðantil á Vestfjörðum og norðanlands, ökklasnjór sagður í Fljótum. Auk þess urðu miklar skemmdir á Sultartangastíflu - en hún var í byggingu.
Eina tjónið sem frést hefur af samfara lægðinni miklu í júní 1894 er að þá rak franskt fiskiskip á land á Vopnafirði - og í kjölfar lægðarinnar kólnaði um hríð og snjóaði þá niður í miðja Esju og á Akrafjall.
Leiðindaveður fylgdi líka lægðinni djúpu 1961. Morgunblaðið segir þann 17. (fréttin skrifuð daginn áður):
Ekki er útlit fyrir að veðrið verði dýrlegt í dag nema síður sé. Veðurstofan tjáði Mbl. í gær, að loftvogin stæði illa, sérstaklega illa með tilliti til þjóðhátíðarinnar. Það verður norðan eða norð-vestan gjóla hér sunnanlands, hitinn fer niður í 57 stig, vonandi ekki neðar", sagði veðurfræðingurinn. Ekkert sólskin", bætti hann við. Fyrir norðan og austan er veður hvasst víða með rigningu. Það veitir sennilega ekki af að klæða börnin vel þar til þessi lægðin verður gengin hjá.
Og eftir helgina - þriðjudaginn 20. sagði blaðið:
Þjóðhátíðarveðrið var heldur hryssingslegt norðan- og vestanlands. Fólk vaknaði víða við það fyrir norðan á laugardaginn, að tekið var að fenna í fjöll og síður en svo vænlegt til hátíðahalda undir berum himni. Mikil rigning var samfara, sumstaðar slydda. Kaldast var á Möðrudal, aðfaranótt sunnudags, eins stigs frost. Á Raufarhöfn var hitinn í 0 sömu nótt. Hátíðahöldum var víða frestað til sunnudags, sums staðar felld niður með öllu. Veðrið hafði þannig truflandi áhrif á þjóðhátíðarhöldin á Húsavík, Ólafsfirði, Siglufirði, Akureyri, ísafirði og víðar. Á sunnudaginn hitnaði snögglega.
Tíminn segir frá þann 20.:
Bændur á Hólsfjöllum segja, að þar hafi brostið á þreifandi norðanhríð í fyrrinótt, og stóð veðrahamurinn fram eftir degi i gær. Varð öll jörð þar fannhvít á skammri stundu og víða dró í tveggja metra þykkt. Lömb fundust á nokkrum stöðum i snjó, og einnig munu þau hafa farið í læki og ársprænur, sem fylltust krapi. Eindæma ótíð hefur verið þar eystra, það sem af er sumri, og er gróður því mjög seint á ferðinni af þeim sökum. Horfir uggvænlega fyrir bændum á Hólsfjöllum, ef ekki rætist úr með veðráttuna.
Vaðlaheiði teppist. Sem dæmi um veðurofsann má nefna það, að í gærmorgun tepptist Vaðlaheiði um tíma, og komust bílar, sem lagt höfðu á heiðina, ekki leiðar sinnar, nema með aðstoð ýtu. Langferðabíll á leið til Húsavíkur sat fastur, en á eftir honum biðu 14 smærri bílar eftir því að vera dregnir yfir verstu kaflana. Nú hefur hins vegar hlýnað aftur í veðri þar nyrðra, að sögn fréttaritara, og hverfur þá snjór fljótlega úr heiðinni. Ekki mun þó Siglufjarðarskarð hafa teppst, og má þakka það því, hve átt var austlæg. Í Húnavatnssýslu var versta veður yfir helgina, rigning og kuldi, en snjókoma til fjalla.
Vegna veðurhæðarinnar leituðu vel flest skip vars á 17. júní. Við Grímsey lágu um 30 norsk skip í vari, en á miðunum þar voru nærri tíu vindstig. Á Skagaströnd lágu 16 skip við festar yfir helgina, en flest þeirra eru nú farin út á veiðar. Mikill fjöldi skipa lá í höfn á Siglufirði, en flest þeirra héldu út á veiðar, snemma í gærmorgun, enda veður þá tekið að lægja.
Áfram mætti halda við að þylja leiðindi samfara mjög djúpum júnílægðum - en látum staðar numið að sinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 996
- Sl. sólarhring: 1102
- Sl. viku: 3386
- Frá upphafi: 2426418
Annað
- Innlit í dag: 888
- Innlit sl. viku: 3044
- Gestir í dag: 866
- IP-tölur í dag: 800
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.