Ámóta staða - en þó heldur hlýrri

Landsynningsskotið í dag (þriðjudag 22.maí) var nokkuð snarpt og úrkoma mikil víða um landið sunnan- og vestanvert. Útlit er fyrir áframhaldandi úrkomutíð á þeim slóðum. Næstu lægðir verða þó varla jafnöflugar og þær síðustu tvær, ( - en engu að síður). 

w-blogg230518a

Norðurhvelsspá evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir síðdegis á fimmtudag og eru jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar - því þéttari sem þær eru því stríðari er vindurinn í fletinum. Litir sýna þykktina, því meiri sem hún er því hlýrra er loft í neðri hluta veðrahvolfs. Sjá má lægðarbylgju yfir landinu á gildistíma kortsins - og síðan þá næstu við Nýfundnaland. Sú á að valda töluverðri rigningu hér á landi á föstudag-laugardag. Að sögn fylgja fleiri í kjölfarið. 

Þó heildarfyrirferð kalda loftsins minnki áberandi með hverri vikunni er það samt þaulsetið. Skipting á milli hlýja og kalda loftsins er nokkuð „eðlileg“ á þessu korti. Kalt loft er yfir þeim svæðum þar sem undirlagið er kalt - og hlýtt þar sem undirlagið er hlýtt. Staðan er því stöðugri en stundum áður - hlýindin yfir Evrópu þurrka yfirborð jarðar og auðvelda þar með þaulsetu hlýrrar hæðar. Snjórinn yfir Labrador og kaldur sjór þar austurundan kæla loftið og búa lægðardraginu kalda frekari framtíð. 

Við sjáum að sérlega hlýtt er yfir Skandinavíu. Þar má sjá að þykktin er meiri en 5580 metrar þar sem mest er - gerist vart betra hér á landi um hásumar. 

En það kemur samt trúlega að því að þessi staða riðlast. Langtímaspár eru stöðugt að gera því skóna að Skandinavíuhæðin hrökkvi til vesturs í áföngum - það myndi bæta veðurlag og hita hér umtalsvert (líka austanlands þar sem tíð hefur þó talist góð í maímánuði). 

Hins vegar hafa þessar spár ekki ræst hingað til og engin vissa fyrir því að þær muni gera það í framtíðinni. Svo er sá leiði möguleiki alltaf fyrir hendi að hæðin renni of langt til vesturs fari hún á skrið á annað borð. Við viljum varla að hún fari alveg vestur fyrir Grænland því sú staða færir okkur kaldasta loft norðurhvels á fáeinum dögum. 

Skammt öfganna á milli - háloftavindar fjörugir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 912
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3302
  • Frá upphafi: 2426334

Annað

  • Innlit í dag: 812
  • Innlit sl. viku: 2968
  • Gestir í dag: 794
  • IP-tölur í dag: 731

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband