Maí - sumarið

Undanfarin ár hefur ritstjóri hungurdiska gefið sumarveðráttunni einkunn. Einkunnagjöfin nær til mánaðanna júní til ágúst. Því hærri sem einkunnin er því betra telst sumarið. Í maílok í fyrra athugaði hann hvort viðeigandi væri að nota sams konar aðferð til að meta veðurlag maímánaðar. Niðurstaðan varð reyndar sú að aðferðin ætti ekki alveg við þennan mánuð. 

Nú þegar er ljóst að maímánuður 2018 mun, hvað Reykjavík og Suðvesturland varðar, fá mjög laklega einkunn, einhverja þá aumustu sem um getur. Það getum við þegar fullyrt þó enn sé síðasti þriðjungur mánaðarins eftir. 

En spáir slík einkunn einhverju um sumarið í heild? Svarið er neitandi - hún segir ekki neitt.

w-blogg210518

Hér má sjá dreifirit sem sýnir samband einkunnar maímánaðar og sumareinkunnar sama ár. Hæsta mögulega einkunn eins mánaðar er 16, en sumarsins 48. Lárétti ásinn sýnir einkunn maímánaðar, en sá lóðrétti sumareinkunnina. Við vitum ekki hver maí 2018 lendir, en líklega einhvers staðar langt til vinstri á myndinni, t.d. nærri lóðréttu strikalínunni. 

Við sjáum strax að ekkert marktækt samband er á milli maí- og sumareinkunna. Maí 1984 fékk laka einkunn (2) - sumarið líka, en maí 1991 fékk líka laka einkunn, en sumarið var vel yfir meðallagi. Við sjáum að lakasta sumarið (1983) var maí með einkunn yfir meðallagi (9). 

Þeir svartsýnustu geta þó ef þeir vilja tekið eftir því að ekkert ofursumar (að gæðum) hefur fylgt slökustu maímánuðunum). En það kemur að því fyrr eða síðar.

Gæðaeinkunnin samanstendur af fjórum þáttum, hita, sólskinsstundafjölda, úrkomumagni og úrkomudagafjölda. Lægsta einkunn í hverjum flokki er núll, sú hæsta fjórir. Það er þegar ljóst að varla verður annað að sækja en núlleinkunn í úrkomuflokkunum tveimur - sama hvað verður til loka mánaðar. Enn eru hins vegar möguleikar á einhverjum stigum í hita- og sólskinsflokkunum, ekki ólíklegt að eitt stig fáist í hvorum þeirra, gæðaeinkunn maí yrði þá 2, og hefur aðeins einu sinni orðið slakari (1). Það var 1992. Á landsvísu fékk sá mánuður reyndar ekki svo slæma dóma. Veður var skárra norðaustanlands rétt eins og nú.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 20
 • Sl. sólarhring: 78
 • Sl. viku: 1488
 • Frá upphafi: 2356093

Annað

 • Innlit í dag: 20
 • Innlit sl. viku: 1393
 • Gestir í dag: 20
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband