Falleg mynd af leiðinlegri lægð

Myndin sýnir skýjakerfi hvítasunnulægðarinnar 2018 klukkan rúmlega 22 að kvöldi laugardags 19.maí - fengin af vef Veðurstofunnar. 

noaa_2018-05-19_2216

Lægðarmiðjan er vestur af Faxaflóa á hraðri leið til norðausturs. Lægðin er óvenju djúp miðað við árstíma, líklega rétt innan við 970 hPa í miðju. Veðrið er hvað verst í sveipnum sunnan- og suðaustanverðum. Þar er vindhraði meiri en 20 m/s, kannski 25 m/s þar sem mest er yfir sjó. Þegar vindstrengurinn gengur yfir landið truflast hann af landslagi og trúlega verður víða foráttuveður víða á hálendinu í nótt og fram eftir degi á morgun - jafnvel á fjölförnum fjallvegum. 

Svo er sagt að fleiri lægðir séu á leiðinni, kannski ekki eins djúpar og kaldar, en aftur á móti jafnvel enn blautari en þessi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það haustar  snemma í ár! Að líta út um glugga núna minnir á haustveður. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2018 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11
 • w-1945v
 • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.5.): 348
 • Sl. sólarhring: 354
 • Sl. viku: 1894
 • Frá upphafi: 2355741

Annað

 • Innlit í dag: 325
 • Innlit sl. viku: 1749
 • Gestir í dag: 305
 • IP-tölur í dag: 304

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband