Í flokki dýpstu maílægða

Lægðin sem nú hringar sig suður af landinu er í flokki dýpstu maílægða, reiknimiðstöðvar segja miðjuþrýsting 962 hPa. Þetta er lægri þrýstingur en nokkru sinni hefur mælst hér á landi í maímánuði. Metið er 967,3 hPa, sett á Stórhöfða í Vestmannaeyjum þann 13. árið 1956. 

w-blogg080518a

Þó lægðir lifi að jafnaði í nokkra daga er mesta snerpa þeirra nærri miðju jafnan skammvinn þannig að líkur á að landið verði fyrir lægsta „æviþrýstingi“ lægðarmiðju eru ekki mjög miklar. Lægðir dýpri en 965 hPa skjóta endrum og sinnum upp kollinum á Norður-Atlantshafi í maí, en hafa sem sagt ekki enn hitt á landið á réttum tíma í þróunarferli sínum. 

Hvað maílægðir geta orðið djúpar vitum við ekki, en þó er tilfinning ritstjóra hungurdiska sú að einhvern tíma birtist ein sem verður í kringum 950 hPa - og víst er að 967,3 hPa metið okkar er furðuhátt - því júnímetið er nærri 10 hPa lægra, 957,5 hPa. Sú lægð hitti hins vegar vel í. Það er næsta víst að einhver loftvog hér á landi á eftir að sjá að minnsta kosti svo lága tölu í maí. Hvenær sem það svo verður. 

Annars hefur meðalloftþrýstingur þessa fyrstu maídaga verið óvenjulágur hér á landi, er þó ekki alveg fordæmalaus. Við skulum athuga hvernig keppnisstaðan verður þegar þriðjungur mánaðarins er liðinn. Lægðin á kortinu að ofan stefnir nefnilega í átt til landsins og lengir þetta lágþrýstiskeið um fáeina daga - þó maímetið fyrrnefnda verði trúlega ekki slegið að þessu sinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 156
  • Sl. sólarhring: 202
  • Sl. viku: 2077
  • Frá upphafi: 2412741

Annað

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 1822
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 129

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband