Fremur hæglát átök

Veður hefur nú haldist meinlítið nokkra hríð og líkur eru á að svo verði áfram. Þar með er ekki sagt að staðan sé alveg átakalaus því að landinu sækir loft úr ýmsum áttum. Austanloftið hefur lengst af haft undirtökin - en vestanloft árangurslítið reynt að sækja að - sunnan- og norðanloft hefur einnig komið við sögu, en ekki svo mjög. 

w-blogg070418a

Kortið sýnir stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin segir hana verða síðdegis á mánudag (9. apríl). Greinileg skil eru á milli vestan- og austanlofts á Grænlandshafi - sóknin að vestan hefur runnið út í sandinn og loftið sveigt til suðurs í átt til Portúgal. Austanloftið hefur haldið völdum - ekki er það samt sérlega hlýtt enda lítið farið að hlýna í Evrópu enn sem komið er.

Mjög öflug lægð er á kortinu nærri Nýfundnalandi. Sunnan við hana sækir mjög kalt vestanloft enn á - næsta tilraun þess til að ná undirtökum hér á landi. Hvernig sú sókn gengur kemur í ljós á miðvikudag/fimmtudag sé að marka reikninga. Sér til aðstoðar hefur vestanloftið fengið sunnanátt austan lægðarinnar - hún á að reyna að stugga við austanloftinu með stungusókn. 

Hádegisspáruna evrópureiknimiðstöðvarinnar gerir ráð fyrir því að vestanloftið hafi það hingað til lands fyrir vikulok - en verði þá algjörlega magnþrota og auðveld bráð næstu austansóknar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 79
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 1044
  • Frá upphafi: 2420928

Annað

  • Innlit í dag: 72
  • Innlit sl. viku: 921
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband