Norðvestanátt í háloftum

Oft er ljómandi veður hér á landi þegar vindur stendur af norðvestri í háloftunum. Að vísu sjaldan mjög hlýtt - nema yfir hádaginn að sumarlagi og sól nær að skína látlaust daginn út og inn. Slíkt veðurlag er reyndar eitt hið allravinsælasta í heimi nútímans. Eins og áttin gefur til kynna er hæðarhryggur fyrir vestan eða suðvestan land, en háloftalægðarsvæði - kuldapollur norðaustur í hafi.

Þessi staða er oft þrálát - en stundum er hún eins og mjó fjöl reist upp á rönd - fellur fyrirvaralítið með braki - og þá fylgir oft afskaplega leiðinleg og ísköld norðanátt í kjölfarið - langt norðan úr Ballarhafi - óvinsæl mjög. 

w-blogg300318a

Á laugardaginn verður þetta svona (að mati evrópureiknimiðstöðvarinnar). Hér má sjá jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar, sömuleiðis eru þarna hefðbundnar vindörvar, líka fyrir 500 hPa-flötinn og loks hiti í fletinum í litum. 

Hér er dálítill bylgjugangur í fremur vægri norðvestanáttinni eins og lögun jafnhæðarlínanna gefur til kynna. Ekki er langt í hlýja loftið - og ekki í það kalda heldur. Kuldinn fyrir norðaustan land er á suðurleið - rétt svo strýkst við okkur. En næsta bylgja norðvestanáttarinnar á að verða öflugri - ás hennar á að fara yfir okkur aðfaranótt þriðjudags - en sést ekki á þessu korti. Ef við tökum hitaspár alveg bókstaflega kólnar þá verulega (10 til 12 stig). En eins og venjulega vonum við að ekkert verði úr slíku í alvörunni, og verði úr - standi það ekki lengi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg220120a
 • w-180120ia
 • w-blogg180120a
 • w-blogg-150120a
 • w-blogg140120b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 282
 • Sl. sólarhring: 537
 • Sl. viku: 3134
 • Frá upphafi: 1881108

Annað

 • Innlit í dag: 253
 • Innlit sl. viku: 2816
 • Gestir í dag: 249
 • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband