Tvískiptur mars

Nú styttist í mánađamótin, mars nćrri liđinn og ţar međ veđurstofuveturinn og voriđ tekur viđ - óráđiđ ađ vanda. Mars hefur veriđ mjög tvískiptur - landsmeđalhiti fyrstu 13 dagana var undir frostmarki - og međallagi. Ţá voru norđaustlćgar áttir ríkjandi, nánast alveg úrkomulaust um landiđ sunnan- og vestanvert og sérlega sólríkt. Um tíma var töluverđur snjór um landiđ norđanvert. Svo skipti um, hiti fór upp fyrir frostmark á landsvísu og hefur veriđ ofan ţess síđan og vindátt oftast sunnan viđ austur. 

En mánađarhelmingarnir tveir eiga ţó ágćta tíđ sameiginlega. Illviđri hafa veriđ sérlega fátíđ og almennt hefur fariđ mjög vel međ veđur. 

Nú, ţegar ţrír dagar lifa af mánuđinum er međalhiti hans í Reykjavík +2,2 stig, +1,6 stig ofan međallags sömu daga áranna 1961 til 1990, en +0,6 ofan međallags síđustu tíu ára. Mánuđurinn er ţví í sjöundahlýjasta sćti (af 18) á öldinni, og í 32. sćti á 144-ára listanum. Hlýjast var 1929, +5,9 stig, en kaldast 1881, -6,0 stig. 

Á Akureyri er međalhiti ţađ sem af er +0,5 stig, +0,1 stigi ofan međallags sömu daga síđustu tíu árin. Ađ tiltölu hefur mánuđurinn veriđ hlýjastur á Raufarhöfn ţar sem hiti er nú +1,1 stigi ofan međallags síđustu tíu ára. Kaldast ađ tiltölu hefur veriđ viđ Skarđsfjöruvita ţar sem hiti er -0,6 stigum neđan tíu ára međallagsins. 

Úrkoma hefur mćlst 25,2 mm í Reykjavík, ţađ nćstminnsta sömu daga á öldinni. Úrkoma var minni á sama tíma 2001. Á Akureyri er úrkoma hins vegar í međallagi. Sólskinsstundir eru mun fleiri en í međalári í Reykjavík, hafa mćlst 130,3, í 15. sćti á lista sem nćr til 106 ára.

Spáđ er heldur kólnandi veđri, en bćđi skírdagur og föstudagurinn langi verđa ţó um eđa yfir međallagi hvađ hita varđar - sé ađ marka spár. Laugardagur síđan eitthvađ kaldari - og eftir ađ hann er farinn hjá er mánuđinum lokiđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.10.): 7
 • Sl. sólarhring: 163
 • Sl. viku: 1521
 • Frá upphafi: 1842545

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 1349
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband