12.3.2018 | 22:18
Vorskref
Nú líður senn að jafndægrum á vori. Þá fer að hlýna að mun á meginlöndum í syðsta hluta tempraða beltisins - en á sama tíma gefur kuldinn á norðurslóðum lítt eftir - og sömuleiðis er hafið lengur að taka við vorinu heldur en þau svæði þar sem fast er undir fótum.
Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar á þessu korti, því þéttari sem þær eru því stríðari er vindurinn. Litir sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Spáin gildir síðdegis á miðvikudag, 14. mars.
Einhvern veginn virðist það græna - sem getur á þessum árstíma vel staðið fyrir einskonar vor - hafa heldur breitt úr sér miðað við það sem var fyrir ekki svo löngu. - En langt er enn í efnismikla gula sumarliti. Og hinn fjólublái litur vetrarkuldapollanna er enn býsnaútbreiddur á norðurslóðum.
En blái liturinn er hér að hrekjast frá Íslandi undan grænum - í bili að minnsta kosti og boðar slíkt heldur hlýrri tíð á meðan.
Það þýðir þó ekkert enn að vænta vors í alvöru - í stöku ári getur það að vísu komið snemma, en eins og sjá má er líka mjög stutt í mikinn kulda og hann getur vel tekið upp á því að ryðjast til suðurs í mjóum skyndisóknum.
Almenna reglan er sú að þegar meginlöndin hlýna - en hafið tregðast við - verður meðalvindátt í háloftum yfir okkur vestlægari - febrúar og fyrri hluti marsmánaðar eiga sunnanáttahámark, styrkurinn breytist hins vegar lítið fyrr en í kringum sumardaginn fyrsta að skyndilega dregur úr.
Meðalhiti hér á landi er svipaður allan veturinn - allt frá miðjum desember þar til um mánaðamót mars/apríl. Mars að vísu um hálfu stigi hlýrri að meðaltali en janúar og febrúar. Á landsvísu er hann þó kaldasti mánuður ársins um það bil fimmta hvert ár.
Í marslok fer að muna svo um sól að bæði land og loft fara að hitna. Á landsvísu er meðalhiti í apríl um 2 stigum hærri en í mars, og í maí er hann 3,5 stigum hærri en í apríl. Svo munar um 3 stigum á maí og júní og tæpum tveimur á júní og júlí. Að meðaltali er hlýjast á milli 20. júlí og 10. ágúst. Vorið birtist að jafnaði fyrst undir Eyjafjöllum, gægist síðan fyrir hornið vestur á Rangárvelli - og stekkur síðan yfir á höfuðborgarsvæðið - aðrir landshlutar þurfa oftast að bíða lengur - en fá þó stundum hlýjustu dagana - en aðeins einn eða fáa í senn.
Hvernig til tekst í vor vitum við auðvitað ekkert um.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 19
- Sl. sólarhring: 390
- Sl. viku: 1941
- Frá upphafi: 2457926
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 1763
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Sýnist að á mínum slóðum á Norðurlandi sé mars sá kaldasti 4 hvert ár á þessari öld. Þó hann sé oftar kaldastur heldur en janúar þá er meðalhitinn einhverri hálfri gráðu hærri i mars. Sl 20 virðist janúar vera stabílli þ.e. minni munur á þeim hlýjasta og kaldasta (3,4 gráður í jan á móti 7,1 gráðu í mars). Það kemur á óvart eða kannski ekki. Sennilega er ekki neitt sem kemur á óvart í veðrinu.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 13.3.2018 kl. 11:16
Trausti þakka fyrir allt þitt innlegg og alltaf gaman að fylgjast með. Mig dettur í hug spurning vegna frétta sem ég heyrði aðeins en náði henni ekki alveg. Hún var sú að nú eða mun nú fara fram alþjóða ? veðurfars-rannsókna á norðurhveli jarðar og sagt að einhvað kæmi veðurstafa Íslands inn í dæmið. Ef þú veist einhvað gætir þú komið mer á sporið Kv V
Valdimar Samúelsson, 14.3.2018 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.