Í háloftasöðli

Oft er talað um hæðir, lægðir, hæðarhryggi og lægðardrög í þrýstilandslagi, en sjaldnar um söðla. Þrýstisöðull er þar sem þrýstingur lækkar til tveggja andstæðra átta, en hækkar til hinna tveggja sem þvert á þær fyrri liggja. - Þetta er einskonar „fjallaskarð“ eða dalamót.

Um þessar mundir hagar þannig til að yfir landinu er söðull í háloftum, þó við sjávarmál sé eindreginn brekka eða hlíð utan í hæðinni yfir Grænlandi - sem hallar í átt að lægðasvæði suðurundan og yfir Bretlandseyjum.

w-blogg110318ia

En í háloftunum er engin hæð yfir Grænlandi - þar er lægð, full af köldu lofti. Lægðir eru einnig fyrir sunnan land (rétt eins og við sjávarmál). Hæð er vestur yfir Labrador og þaðan teygir hryggur sig í átt til Íslands - og sömuleiðis má greina veikan hrygg frá Norðursjó til norðvesturs og í átt til Íslands. Ísland situr í söðli á milli þessara kerfa. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, en þykktin er sýnd með litum, því meiri sem hún er því hlýrra er loft í neðri hluta veðrahvolfs. 

Það er nokkuð kalt norðurundan, en fremur hlýtt sunnan við - engin sumarhlýindi þó. Spár gera nú frekar ráð fyrir því að hlýja loftið sæki heldur á næstu daga - en án þess að það kalda gefi mikið eftir. Þó að eitthvað hlýni verður því ekki langt í kalda loftið - og lítilla grundvallarbreytinga að vænta á stöðunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200825b
  • w-blogg200835a
  • w-blogg130825a
  • w-blogg090825e
  • w-blogg090825d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 70
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 973
  • Frá upphafi: 2492631

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 834
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband