Heldur óvenjuleg marsbyrjun - miđađ viđ tískustrauma

Fyrstu tíu dagar marsmánađar hafa ađ veriđ óvenjulegir ađ sumu leyti - alla vega miđađ viđ tísku síđari ára. Međalhiti í Reykjavík stendur í -1,3 stigum, -1,9 neđan međallags sömu daga árin 1961 til 1990 og -1,8 stigum neđan međallags síđustu tíu ára. Mars hefur tvisvar á öldinni byrjađ kaldari en ţetta, árin 2002 og 2009, en hitinn er í 97. sćti á 144-ára listanum. Hlýjastir voru fyrstu marsdagarnir tíu áriđ 2004, 6,3 stig og 6,2 stig áriđ 1964, en kaldastir voru ţeir 1919, ţá var međalhitinn ţessa daga -9.9 stig.

Á Akureyri er međalhiti fyrstu tíu daga mánađarins nú -3,4 stig, -2,8 stig neđan međallags síđustu tíu ára. 

Hiti er neđan međallags síđustu tíu ára á öllu landinu, minnst ţó á Ísafirđi ţar sem vikiđ er -0,5 stig, en mest -4,0 stig á Hveravöllum. 

Kortiđ hér ađ neđan sýnir sjávarmálsţrýsting og ţrýstivik fyrstu tíu daga mánađarins.

w-blogg110318a

Litirnir sýna ţrýstivikin. Ţrýstingur hefur veriđ óvenjuhár yfir Grćnlandi, en sérlega lágur suđvestan Bretlandseyja - og norđaustanáttin yfir Íslandi er ţví mun ţrálátari en venja er. 

Ţegar flett er í gömlum tölum kemur hins vegar í ljós ađ međalţrýstingur er ekkert nćrri meti ţessara daga ţó hár sé, hefur 20 sinnum veriđ hćrri síđustu 198 árin - síđast ţessa sömu daga áriđ 2005 - gerist sum sé á um 10 ára fresti ađ jafnađi. 

Segja má ađ alveg hafi veriđ ţurrt í Reykjavík ţessa daga, úrkoma hefur ađeins mćlst 0,1 mm, hefur sjálfsagt veriđ lítillega meiri, ţađ hefur t.d. snjóađ tvisvar án ţess ađ nokkuđ hafi skilađ sér úr úrkomumćlinum á Veđurstofutúni sem ađeins er tćmdur tvisvar á dag. Tveir sjálfvirkir mćlar eru á stađnum. Annar ţeirra er sammála félaga sínum, telur heildarúrkomuna hafa veriđ 0,1 mm, en hinn mćlirinn segir hana hafa veriđ 3.2 mm. Allar summurnar ţrjár gćtu veriđ réttar - „sjón“ mćlanna er ţrátt fyrir allt misjöfn, mćliađferđirnar misjafnar. Ţađ ţýđir hins vegar ekki ađ sá mćlir sem mest sýnir sé endilega alltaf bestur - síđur en svo og „mannađi“ mćlirinn hefur alla vega ţann kost ađ gera samanburđ viđ fortíđina mögulegan. 

Ţegar fariđ er í flettingar kemur í ljós ađ ţađ hefur ţrisvar gerst ađ engin úrkoma hefur mćlst ţessa tíu fyrstu marsdaga í Reykjavík, 1962, 1894 og 1885 og úrkomu varđ ţá ekki einu sinni vart. Einu sinni ađ auki varđ hennar vart, en var svo lítil ađ hún mćldist ekki. Ţađ var 1937. Áriđ 1995 mćldist hún jafnlítil og nú, 0,1 mm - og áriđ 1957 var hún ađeins 0,2 mm og 0,5 mm áriđ 1952. Allar ţessar tölur eru satt best ađ segja jafngildar ţessum 0,1 mm sem viđ teljum nú. 

Sólskinstundir hafa líka veriđ óvenjumargar, 81,0. Ţćr voru sjónarmun fleiri sömu daga 1962, eđa 87,9 og lítiđ fćrri 1947 eđa 78,7. 

Lćgđin sem fjallađ var um hér á hungurdiskum fyrr í vikunni skilađi talsverđri snjókomu inn á vestustu annes landsins, nćturúrkoma á Keflavíkurflugvelli mćldist t.d. 9,0 mm og snjódýpt ţar var 16 cm í morgun, og síđdegisúrkomumćlingin skilađi 0,9 mm til viđbótar. Sömuleiđis fréttist af talsverđum snjó vestast á Snćfellsnesi og nokkrum í vestasta hluta Barđastrandarsýslu. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2018
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg121218d
 • w-blogg121218c
 • w-blogg121218b
 • w-blogg121218a
 • w-blogg111218a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.12.): 264
 • Sl. sólarhring: 340
 • Sl. viku: 2464
 • Frá upphafi: 1719795

Annađ

 • Innlit í dag: 237
 • Innlit sl. viku: 2201
 • Gestir í dag: 225
 • IP-tölur í dag: 214

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband