11.3.2018 | 01:54
Heldur óvenjuleg marsbyrjun - miðað við tískustrauma
Fyrstu tíu dagar marsmánaðar hafa að verið óvenjulegir að sumu leyti - alla vega miðað við tísku síðari ára. Meðalhiti í Reykjavík stendur í -1,3 stigum, -1,9 neðan meðallags sömu daga árin 1961 til 1990 og -1,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Mars hefur tvisvar á öldinni byrjað kaldari en þetta, árin 2002 og 2009, en hitinn er í 97. sæti á 144-ára listanum. Hlýjastir voru fyrstu marsdagarnir tíu árið 2004, 6,3 stig og 6,2 stig árið 1964, en kaldastir voru þeir 1919, þá var meðalhitinn þessa daga -9.9 stig.
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga mánaðarins nú -3,4 stig, -2,8 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.
Hiti er neðan meðallags síðustu tíu ára á öllu landinu, minnst þó á Ísafirði þar sem vikið er -0,5 stig, en mest -4,0 stig á Hveravöllum.
Kortið hér að neðan sýnir sjávarmálsþrýsting og þrýstivik fyrstu tíu daga mánaðarins.
Litirnir sýna þrýstivikin. Þrýstingur hefur verið óvenjuhár yfir Grænlandi, en sérlega lágur suðvestan Bretlandseyja - og norðaustanáttin yfir Íslandi er því mun þrálátari en venja er.
Þegar flett er í gömlum tölum kemur hins vegar í ljós að meðalþrýstingur er ekkert nærri meti þessara daga þó hár sé, hefur 20 sinnum verið hærri síðustu 198 árin - síðast þessa sömu daga árið 2005 - gerist sum sé á um 10 ára fresti að jafnaði.
Segja má að alveg hafi verið þurrt í Reykjavík þessa daga, úrkoma hefur aðeins mælst 0,1 mm, hefur sjálfsagt verið lítillega meiri, það hefur t.d. snjóað tvisvar án þess að nokkuð hafi skilað sér úr úrkomumælinum á Veðurstofutúni sem aðeins er tæmdur tvisvar á dag. Tveir sjálfvirkir mælar eru á staðnum. Annar þeirra er sammála félaga sínum, telur heildarúrkomuna hafa verið 0,1 mm, en hinn mælirinn segir hana hafa verið 3.2 mm. Allar summurnar þrjár gætu verið réttar - sjón mælanna er þrátt fyrir allt misjöfn, mæliaðferðirnar misjafnar. Það þýðir hins vegar ekki að sá mælir sem mest sýnir sé endilega alltaf bestur - síður en svo og mannaði mælirinn hefur alla vega þann kost að gera samanburð við fortíðina mögulegan.
Þegar farið er í flettingar kemur í ljós að það hefur þrisvar gerst að engin úrkoma hefur mælst þessa tíu fyrstu marsdaga í Reykjavík, 1962, 1894 og 1885 og úrkomu varð þá ekki einu sinni vart. Einu sinni að auki varð hennar vart, en var svo lítil að hún mældist ekki. Það var 1937. Árið 1995 mældist hún jafnlítil og nú, 0,1 mm - og árið 1957 var hún aðeins 0,2 mm og 0,5 mm árið 1952. Allar þessar tölur eru satt best að segja jafngildar þessum 0,1 mm sem við teljum nú.
Sólskinstundir hafa líka verið óvenjumargar, 81,0. Þær voru sjónarmun fleiri sömu daga 1962, eða 87,9 og lítið færri 1947 eða 78,7.
Lægðin sem fjallað var um hér á hungurdiskum fyrr í vikunni skilaði talsverðri snjókomu inn á vestustu annes landsins, næturúrkoma á Keflavíkurflugvelli mældist t.d. 9,0 mm og snjódýpt þar var 16 cm í morgun, og síðdegisúrkomumælingin skilaði 0,9 mm til viðbótar. Sömuleiðis fréttist af talsverðum snjó vestast á Snæfellsnesi og nokkrum í vestasta hluta Barðastrandarsýslu.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 144
- Sl. sólarhring: 225
- Sl. viku: 1610
- Frá upphafi: 2460247
Annað
- Innlit í dag: 136
- Innlit sl. viku: 1486
- Gestir í dag: 134
- IP-tölur í dag: 131
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.