Hár loftþrýstingur á dögunum

Þegar hæðin mikla fór hjá í byrjun mánaðarins komst þrýstingur á allmörgum stöðvum yfir 1040 hPa og hæst í 1042,9 hPa á Gjögurflugvelli. Það er út af fyrir sig ekki mjög sjaldséð tala, þegar litið er til langs tíma, en samt eru liðin nær tíu ár síðan þrýstingur hefur orðið hærri hér á landi heldur en þetta. Það var 2008, en 5. apríl það ár mældist þrýstingur 1044,2 hPa í Stykkishólmi og á Gufuskálum og Gjögurflugvelli, og þann 24. febrúar 2006 fór þrýstingur í 1050,0 hPa á Dalatanga, Egilsstaðaflugvelli og Skjaldþingsstöðum. 

Sé litið á marsmánuð eingöngu þarf að fara allt aftur til 1996 til að finna hærri þrýsting en nú. Þá mældist hann 1044,2 hPa í Bolungarvík þann 19. 

Hæsti þrýstingur sem vitað er um í mars hér á landi mældist í Vestmannaeyjum þann 6. árið 1883, 1051,7 hPa - um það met var lítillega fjallað á hungurdiskum 13. mars 2013.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 663
  • Frá upphafi: 2461303

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 586
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband