20.2.2018 | 22:01
Hver með sínu lagi - en ættarmót leynir sér ekki
Til gamans lítum við á gervihnattamynd sem tekin er fyrr í kvöld (þriðjudag 20. febrúar).
Hún sýnir skýjakerfi mjög vaxandi lægðar suðvestur í hafi. Kerfið er nú rétt búið að slíta sig norður úr móðurlægðinni sem er reyndar fyrir sunnan þessa mynd. Það sem við sjáum er mikill hvítur skýjabakki - göndull nánast beint úr suðri. Þetta eru háreist ský sem leggjast upp undir veðrahvörfin - þetta fyrirbrigði er gjarnan kallað hlýtt færiband (hlf á myndinni) - flytur hlýtt og rakt loft úr suðri norður á bóginn en jafnframt upp - og svo í hæðarsveig til austurs (rauð ör).
Vestan við hvítustu (hæstu) skýin er það sem kallað er haus lægðarinnar (kf - stendur fyrir kalt færiband). Kalda færibandið er flókið fyrirbrigði - sumir efast reyndar um tilvist þess - eða nafngiftina alla vega. En í því er málum þannig háttað að niðri við jörð er norðanátt, en áköf sunnanátt uppi, - en loftið í henni berst þó hægar til norðurs en kerfið sjálft. - Kerfinu finnst þarna vera mikil norðanátt.
Gulbrúna örin bendir á stað þar sem sjávarmálslægðarmiðjan gæti verið - ekki þó alveg gott að segja. Þar virðist líka vera að myndast það fyrirbrigði sem kallað er þurra rifan - og fylgir lægðum í áköfum vexti. - Kalt loft vestan við lægðina dreifir úr sér til norðurs og suðurs og dregur þá niður veðrahvörfin - við niðurstreymi þeirra losnar úr læðingi mikill snúningur sem skrúfar þurra loftið enn neðar og að lokum inn í lægðarmiðjuna og eykur mjög á afl hennar.
Lægðin afhjúpar þá eðli sitt og miðja hennar kemur greinilega fram á myndum. Við bestu skilyrði gerist þetta allt á fáeinum klukkustundum - í fyrramálið verður lægðin fullþroska.
Í þessu tilviki vill til að hún missir líklega af kaldasta loftinu og verður því ekki alveg jafn skæð og hún hefði getað orðið. Það loft er við Suður-Grænland. Við þökkum bara fyrir það. Við fáum að vísu þetta loft yfir okkur síðar - aðra nótt og á fimmtudag - en hálfgert brotajárn ekki líklegt til stórræða.
Á föstudag er síðan enn eitt illviðri væntanlegt - það er nú í bígerð yfir vötnunum miklu á landamærum Kanada og Bandaríkjanna - og á enn möguleika á að verða verra og langvinnara heldur en það sem við höfum verið að fjalla um hér.
Svo eru fregnir af miklum breytingum - heldur óljósar að vísu og rétt að segja sem minnst um þær á þessu stigi máls.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 744
- Sl. sólarhring: 825
- Sl. viku: 2539
- Frá upphafi: 2413559
Annað
- Innlit í dag: 696
- Innlit sl. viku: 2296
- Gestir í dag: 681
- IP-tölur í dag: 663
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Frábærlega skýr framsetning fyrir okkur amatörana. Takk fyrir
Halldór Jónsson, 21.2.2018 kl. 15:29
Verðandi lægðir eru tilkomumiklar í öllum sínum mætti og þakkar vert að tækninni hefur fleygt svo fram að menn geta í það minnsta varast að ana út þar sem þær taka land.
Helga Kristjánsdóttir, 21.2.2018 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.