Um hádegi á þriðjudag

Fjölmiðlar eru þegar farnir að minnast á lægð sem á að angra okkur á miðvikudaginn (21. febrúar). Hún er reyndar ekki orðin til - og verður það ekki fyrr en snemma á þriðjudagsmorgni.

w-blogg180218a

Rauð ör sem merkt er með tölustafnum 1 bendir á lægðina, sem rétt er að myndast. Hún er ein af þeim sem brýst norður úr móðurlægð sem lokast hefur af sunnan við meginátök vestanvindabeltisins. Þetta eru allaf athyglisverðar lægðir sem geta orðið að skaðræðisgripum þegar þær hitta vel (eða illa) í. 

Eins og oftast er ræðst framtíð lægðarinnar af nokkrum þáttum - fleiri reyndar en hér verða taldir. Við sjáum aðra lægð - ekki mjög djúpa - milli Labrador og Suður-Grænlands. Í bakið á henni kemur gríðarkalt loft - frostið er meira en -35 stig í 850 hPa á þeim slóðum sem ör sem merkt er tölustafnum 2 vísar á. Svo virðist sem þessar tvær lægðir eigi ekki að hitta beint saman (og er það vel) - en örlög lægðarinnar „okkar“ fara samt mjög eftir því hversu vel henni gengur að ná í lág veðrahvörf sem fylgja kuldanum og jaðri hans. Missi hún af þeim fer hún yfir landið austanvert og verður ekki sérlega djúp. 

Annað smáatriði sem skiptir verulegu máli er framrás af hlýju lofti sem ör sem merkt er tölustafnum 3 vísar á. Þessi framrás til norðausturs gæti hugsanlega komið alveg í veg fyrir norðurrás „okkar“ lægðar og getur lokað hana endanlega inni í faðmi móðurlægðarinnar vestur af Asóreyjum - eða þá að of lítið sleppi út af sunnanlofti til þess að lægðin geti náð máli. 

Evrópureiknimiðstöðin stendur sig almennt vel í þriggja daga spám - svo við skulum trúa því að eitthvað verði úr lægðinni. Hvort sú braut eða sá styrkur sem nú er stungið upp á reynast nákvæmlega rétt að lokum er svo annað mál. Þriðjudagsmorgunn verður örlagastund lægðarinnar - þá stekkur hún út í risasvigsbrautina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 1751
  • Frá upphafi: 2348629

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1532
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband