14.2.2018 | 22:34
Áhugi á breytingum
Að undanförnu hafa framreikningar sýnt viðleitni til breytinga á veðurlagi - en samt láta þær bíða eftir sér.
Hér sjáum við hefðbundið norðurhvelskort. Jafnhæðarlínur eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því meiri er vindurinn. Litir sýna þykktina, því meiri sem hún er því hlýrri er neðri hluti veðrahvolfs. Útbreiðsla bláu litanna er nú ekki fjarri hámarki vetrarins - eftir þetta fer að þrengja að þeim að sunnan - en þeir halda velli að mestu á norðurslóðum fram í apríl. Úr því fara þeir að týnast einn af öðrum, fjólubláu litirnir, sem sýna hvar kaldast er fara fyrst.
Kuldapollurinn mikli yfir Norður-Kanada og við höfum kosið að nefna Stóra-Bola er enn gríðaröflugur, skartar enn fjórum fjólubláum litum. Athyglisvert er hversu vel hann hefur haldið sér og í raun lítið færst úr stað (enda fækkar litunum fljótt fari hann af stað). Grænland ver okkur þó mjög fyrir ásókn kuldans og sá sem þó hefur komist til okkar hefur að langmestu leyti borist yfir hlýjan atlantssjó fyrir sunnan og suðvestan land.
Hinn meginkuldapollur hvelsins, Síberíu-Blesi er hins vegar mjög tættur um þessar mundir - hefur af einhverjum ástæðum búið við minna aðhald að undanförnu og þar með dreift kröftum sínum - m.a. valdið kulda og vindi á slóðum vetrarólympíuleikanna í Suður-Kóreu.
Á milli bræðranna er veikur hæðarhryggur frá Noregshafi yfir norðurskautið til Alaska. Spár hafa að undanförnu mikið talað um hryggjarmyndun fyrir austan eða norðan Ísland og hefur meirihluti reikninga sýnt slíka þróun - einna síst þó hæstuupplausnarlíkan evrópureiknimiðstöðvarinnar - það sem venjulega er talið áreiðanlegra en önnur.
Eins og oft hefur verið minnst á hér á hungurdiskum áður er kalt loft mismunandi á bragðið (ef svo má segja). Það sem kemur úr suðvestri er mjög vel blandað - kuldinn nær í gegnum veðrahvolfið allt - eða því sem næst. Ylurinn frá sjónum hefur tekið mesta broddinn úr kuldanum en jafnframt bætt í raka loftsins. Á kaldasta tíma ársins fylgir snjór og oft skakviðri að auki - þegar þetta loft er hvað kaldast snjóar jafnvel líka fyrir norðan og austan. Vel blandað loft sér landið illa.
Komi kalda loftið úr norðri er það ferskara - hefur átt styttri leið yfir opið haf og þar með hefur styttri tími gefist til blöndunar upp í efri hluta veðrahvolfs. Norðanloftið er að jafnaði stöðugra heldur en það að vestan og sér landið betur - og Suðurland er þá varið að mestu fyrir úrkomu (ekki vindi hins vegar).
En kuldi er stundum heimatilbúinn - orðinn til yfir landinu sjálfu í björtu veðri - hlýtt er þá ofan við - oft hlýindi sem orðin eru til í niðurstreymi austan Grænlandsjökuls sem þá hefur líka rutt burt öllum skýjum.
Síðastnefndu kuldarnir eru tiltölulega meinlausir og eru lítt til ama, vindar hægir og snjó hreyfir lítið. Bæði norðan- og vestankuldarnir valda hins vegar leiðindum - en þessi leiðindi eru reyndar ef vel er að gáð gjarnan mjög samfélagsbundin.
Tíðarfarið að undanförnu hefur að sönnu fallið í leiðindaflokkinn, en það er mest vegna samgöngutruflana. Þeir sem eru svo heppnir að eiga heimili mjög nærri vinnustað - og jafnframt sleppa við allt skutl og langar aðdráttarleiðir hafa í raun lítið orðið varir við þessa meintu illu tíð. Það hefur ekki verið sérlega kalt og skæð illviðri hafa verið fá og þau ekki verið mjög útbreidd - og varla er hægt að segja að snjór hafi verið teljandi hér í þéttbýlinu suðvestanlands.
En - hreyfiþörf virðist nú miklu meiri en hún var á árum áður, fleiri búa langt frá vinnustað, þurfa jafnvel daglega yfir fjallvegi eða illviðrahorn að sækja eða ferðast langar leiðir innan höfuðborgarsvæðisins í margvíslegum erindagjörðum. Þessu til viðbótar kemur stóraukinn ferðamannastraumur.
Næmi samfélagsins gagnvart veðurlagi eins og því sem ríkt hefur að undanförnu er greinilega allt annað en það var á árum áður. Þetta veðurlag veldur miklu meiri kostnaði og óþægindum en sams konar tíð gerði fyrrum.
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mikill munur getur verið á veðurfari eins og það kemur fram í mælingum veðurvísindanna og því veðurfari sem samfélagið upplifir. Kostnaður sem samfélag verður fyrir af völdum veðurs getur aukist stórlega (eða úr honum dregið) jafnvel þótt veðurlag breytist ekki neitt - bara vegna þess að samfélagið er á hraðri breytingaleið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 5
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 1586
- Frá upphafi: 2457246
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1438
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.