30.1.2018 | 21:59
Stutt á milli lægða
Umhleypingar virðast nú eiga að gerast stórgerðari en verið hefur um hríð - hvort fer vel með eða ekki er hins vegar óráðin gáta. Við lítum á þrjú kort sem sýna hlýindaaðsóknarhámörk (langt og gott orð sem verður trauðla notað oftar) næstu þriggja lægða. Ætli fyrsta lægðin sé ekki nokkurn veginn gefin - á að koma hingað til lands á fimmtudagskvöld, aðkoma þeirrar næstu er óljósari - en hún kemur einhvern veginn. Sú þriðja er hins vegar handan þess sem nú er raunverulegt - jú, það kemur einhver lægð en hvort það verður þessi eða önnur er ómögulegt að segja að svo stöddu.
Sjávarmálsjafnþrýstilínur eru heildregnar á þessu korti sem gildir seint á fimmtudagskvöld, 1. febrúar. Jafnþykktarlínur (mjög daufar) eru strikaðar, vindörvar má sömuleiðis sjá, þær eiga við 700 hPa-flötinn í um 3 km hæð, en litir sýna þykktarbreytingu síðustu 12 klukkustundir. Á gulum svæðum hefur hlýnað (þykktin aukist) en á þeim bláu hefur kólnað (þykktin minnkað). Litakvarðinn skýrist sé kortið stækkað. Lægðinni fylgir mikil sunnanstroka og skammvinn hlýindi. - Stutt er aftur í kuldann úr vestri - hann berst áfram nokkurn veginn eins og vindörvarnar sýna.
Rétt sést í næstu lægð, en um hádegi á sunnudag verður hlýja loftið frá henni með tökin yfir landinu.
Tveir og hálfur sólarhringur er á milli kortanna tveggja - nýja lægðin hefur hér tekið öll völd og búið að hreinsa allt kalda loftið á baki fyrri lægðar frá. Útskot úr Stóra-Bola er á leið til norðausturs suður í hafi. Á fjólubláa svæðinu hefur þykktin fallið um meir en 360 metra - 18 stig á 12 klukkustundum. Gríðarleg snerpa kuldans. Eins og áður sagði er enn ekki ljóst hversu slæmt veður gerir hér á landi - en ekki er útlitið sérlega efnilegt. Helsta vonin er sú að tíðin bregði ekki út af vana sínum að undanförnu - minna verði úr en efni standa til.
En þetta tekur fljótt af líka - þó allan sunnudaginn og mánudaginn væntanlega með illfærð milli landshluta. Reiknimiðstöðin segir svo þarþarnæstu lægð vera komna með sína hlýju aðsókn á þriðjudagskvöld (eftir viku hér í frá).
Trúlegt er að þessi lægð verði eitthvað öðruvísi en hér er sýnt, en illúðleg er hún. Vonandi fæðist hún ekki - og geri hún það er best að hún renni hjá sem lengst fyrir suðaustan land. Ekki er rétt að velta frekar vöngum yfir stöðunni - hún skýrist væntanlega síðar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.