Áratugurinn 1911 til 1920 - 5

Nú bregðum við upp tveimur hitatöflum - án þess að nefna hitatölur beint. Þær byggja á lista yfir mánaðameðalhita í byggðum landsins í nærri 200 ár. Meðalhita hvers mánaðar hefur verið raðað eftir hita, hlýjastur hvers mánaðar fær töluna 1, en sá kaldasti 196. Við látum okkur í léttu rúmi liggja þótt hitatölur landsins frá því fyrir 1880 séu talsvert óvissar - hér er um skemmtiatriði að ræða. 

w-blogg280118za

Fyrri taflan sýnir áratuginn 1911 til 1920 (og einu ári betur). Árin lesum við úr dálkunum, en mánuði úr línum. Þannig má sjá að hitinn í janúar 1911 er í 94. sæti janúarlistans - og svo framvegis. Dökkrauðu reitirnir sýna mánuði sem ná inn á topp-10. Þeir eru tveir á þessum árum, október 1915 í öðru sæti hlýrra októbermánaða, og október 1920 í því fimmta.

Dökkbláu reitirnir merkja þá mánuði sem ná inn á topp-10 fyrir kulda sakir (187. sæti og neðar). Þeir eru sjö, þar af tveir í 196. sæti, janúar og september 1918. Aðrir sérlegir kuldamánuðir eru ágúst 1912, maí 1914, apríl og október 1917 og mars 1919. 

Daufbláir eru þeir mánuðir sem lenda í lægsta þriðjungi þess sem eftir er (þegar búið er að taka 10 hlýjustu og köldustu burt) - og eru hér kallaðir kaldir, daufbleikir eru þeir sem á sama hátt lenda í efsta þriðjungi afgangsins og eru hér kallaðir hlýir. Kaldir mánuðir teljast hér 50 - auk þeirra 7 köldustu, 25 eru hlýir og 48 í meðallagi. Sjá má að kaldir mánuðir fara oft tveir eða fleiri saman - sama má segja um þá hlýju. 

Til samanburðar lítum við líka á síðustu 11 ár, 2007 til 2017.

w-blogg280118zb

Heldur rauðari svipur - enda eru afburðahlýir mánuðir 21 á 11 árum, þó aðeins einn í fyrsta sæti (október 2016). Enginn er afburðakaldur, lægstir eru júní 2011 í 173. sæti júnímánaða, desember 2011 í 165. sæti desembermánaða og júlí 2015 í 169. sæti júlímánaða. Á tímabilinu 1911 til 1921 voru 13 mánuðir neðar en í 173 sæti. 

Alls falla 11 mánuðir í kalda flokkinn á árunum 2007 til 2017 en 38 eru í meðallagi. Vegna þess að köldu mánuðirnir eru svo fáir eru þeir oftast einfarar. Undantekning er þó tímabilið maí til júlí 2015 - þá komu þrír kaldir mánuðir í röð. Það vekur athygli að enginn janúar, febrúar eða mars hefur talist kaldur á þessu tímabili, og ekki heldur ágúst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband