Áratugurinn 1911 til 1920 - 3

Ţegar ritstjóri hungurdiska fór ađ grúska í veđri og leggja sig eftir umrćđum um ţađ fyrir meir en hálfri öld var enn fjöldi manna á góđum aldri sem mundi áratuginn 1911 til 1920 vel. Fjórir meiriháttar veđuratburđir áratugarins komu ítrekađ viđ sögu ţeirra.

1. Rigningasumariđ mikla 1913

2. Lambadauđa- og kuldavoriđ 1914

3. Frostaveturinn mikli 1918

4. Snjóaveturinn mikli 1920

Hefđi ritstjórinn komist í kynni viđ fólk ađ norđan og austan hefđi snjóflóđatíđin 1919 örugglega bćst viđ - en um hana hefur hann ađeins frćđst af bókum og veđurgögnum. 

Nú er komiđ ađ loftţrýstisveiflum áranna 1911 til 1920. Til ađ kynnast ţeim lítum viđ á nokkuđ hlađna mynd. Ţeir sem vilja rýna betur í hana geta sótt mun skýrara eintak í viđhengi pistilsins (pdf-skrá). 

Almennt má segja ađ fyrstu 25 ár 20. aldar hafi fremur einkennst af lágum loftţrýtingi viđ Ísland heldur en háum. En hluti ţeirra ára sem hér er fjallađ um eru ţó mikilvćg undantekning.

w-blogg260118b

Hér má sjá ţrýstibreytingar á árunum 1911 til 1921. Sýndur er landsmeđalţrýstingur hvers mánađar (súlur) - međalárstíđasveifla tímabilsins 2008 til 2017 er notuđ til viđmiđunar (rauđbrún lína). Hér á landi sveiflast ţrýstingur mjög eftir ársíma - er hćstur vor og snemmsumars, en lćgstur í desember og janúar. 

Stöku sinnum bregđur út af ţessum reglulega andardrćtti. Um slík ţrýstiandvörp hafa hungurdiskar reyndar fjallađ nokkrum sinnum áđur og tengjast ţau truflunum á bylgjugangi vestanvindabeltisins. Venjulega eru háloftavindar mjög breiddarbundnir sem kallađ er - fylgna breiddarbaugum í stórum dráttum, en eiga ţađ til ađ taka stórar sveigjur til norđurs og suđurs. Ţá er talađ um ađ hringrásin leggist međ lengdarbaugum - verđi lengdarbundin, norđan- og sunnanáttir verđa tíđari en vant er.

Ţessar sveiflur í bylgumynstrinu eru nokkuđ til umrćđu ţessi árin og gjarnan spyrtar saman viđ hnattrćna hlýnun af mannavöldum. Ekki skal ritstjóri hungurdiks aftaka ţann möguleika ađ svo sé - hefur reyndar lýst ţeirri skođun sinni ađ líkur á slíkri truflun vegna hlýnandi veđurlags á norđurslóđum séu mestar ađ sumarlagi. Ástćđu ákveđinnar varfćrni hans á ţessu sviđi er ađ finna í fortíđinni - í eldri umrćđu. 

Fyrir 40 árum eđa svo var líka talađ um ţessa sömu óreglu í bylgjugangi og lengdarbundna hringrás. Hún var ţá tengd kólnandi veđurfari - ţannig veđurlag átti ađ hafa veriđ ríkjandi á hinni svokölluđu litluísöld - (en ţađ vonda nafn hefur valdiđ meira rugli en flest annađ í veđurlagsumrćđunni - sem er annađ mál) - og var ţá tengt kuldatíđ. 

Veđurfar í heiminum tók áberandi hlýindastökk á árunum upp úr 1980 og síđan áfram. Í Evrópu og víđar voru vetrarhlýindi međ eindćmum í kringum 1990 - (ţá sátum viđ hins vegar enn í kulda). Hringrásin varđ um ţađ leyti mjög breiddarbundin - ţví var haldiđ fram ađ breytingin úr lengdarbundna skeiđinu 1960 til 1980 yfir í ţađ breiddarbundna eftir ţađ hlyti ađ tengjast hlýnandi veđurfari og hnattrćnum veđurfarsbreytingum af mannavöldum. Og ţá gekk yfir gríđarmikiđ NAO-fár - lágţrýstingur viđ Ísland hlaut ađ fylgja hlýnandi veđurfari - ekki efnilegt fyrir okkur héldu menn. 

Haustiđ 1995 vöknuđu menn svo viđ vondan draum - hiđ lengdarbundna sneri aftur rétt eins og ekkert hefđi í skorist - en ţađ hélt samt áfram ađ hlýna. Gamlir menn (eins og ritstjóri hungurdiska) verđa dálítiđ hvumsa ţegar ţeir hugsa um ţessar tískusveiflur - ađ kenna alla skammtímaviđburđi veđurfarsbreytingum - jú, atburđir sem taka ár eđa jafnvel heila áratugi eru líka skammtímabreytingar í veđurfarssögunni. 

En ţađ er hins vegar óumdeilt ađ stađbundin aftök - hlý eđa köld - tengjast oft (en ekki ţó alveg alltaf) tiktúrum lengdarbundnu hringrásarinnar. Ţannig var ţađ líka fyrir 100 árum - og verđur áfram um alla framtíđ. Breiddarbundna hringrásin á líka sínar óvćntu aftakainnkomur - en ţađ er önnur saga. 

En víkjum aftur ađ myndinni. Viđ sjáum ađ ţrýstisveiflurnar eru nokkuđ reglulegar fyrstu fjögur árin. Ţrýstingurinn ađ vísu mjög lágur 1914 (rétt eins og í ótíđinni upp úr 1980). Sumariđ í Evrópur í minnum haft - ekki ađeins vegna upphafs heimsstyrjaldarinnar. Áriđ 1915 verđa umskipti og miklar truflanir koma í árstíđasveifluna. Ţrýstingur féll eiginlega ekki neitt allt haustiđ 1915 (október ţađ ár var líka sérlega hlýr - og hefur ekki orđiđ hlýrri síđan sums stađar á landinu). Október 1915 varđ hlýjasti mánuđur ársins í Grímsey - öđru sinni á mćlitímanum (hitt skiptiđ var 1882). 

Áramótin 1915 til 1916 virtist allt vera ađ falla í venjulegan farveg - djúpar lćgđir komust til landsins - og ollu athyglisverđum illviđrum. - En frá og međ mars 1916 hrökk ţrýstingurinn rćkilega upp aftur. - Viđ borđ lá síđan ađ veturinn 1916 til 1917 vćri laus viđ djúpar lćgđir (ekki alveg ađ vísu - en eins og sjá má vantar raunverulegan lágţrýstimánuđ í línuritiđ ţennan einkennilega vetur. 

Haustiđ 1917 virtist ţrýstingur vera ađ falla til vetrarlágmarks á venjubundinn hátt, en hćtti viđ í miđju kafi og desember 1917 og janúar 1918 voru háţrýstimánuđir - ţvert ofan í ţađ sem venja er á ţeim árstíma. 

Febrúar 1918 náđi hins vegar máli sem lágţrýstimánuđur - sá fyrsti í tvö ár. Enginn raunverulegur lágţrýstimánđur kom svo nćsta vetur, 1918 til 1919 - og ţrýstingur féll heldur ekki á eđlilegan hátt haustiđ 1919. - Eftir ţađ urđu hins vegar gríđarleg umskipti, veturinn 1919 til 1920 var lágţrýstingur ríkjandi mestallan veturinn - og ţessu óvenjulega háţrýstiskeiđi loksins lokiđ. 

En ţađ má telja víst ađ hnattrćn hlýindi - eđa hlýindi á norđurslóđum komu ekkert viđ sögu í ţessari miklu truflun (síđur en svo) - eins og viđ örugglega fengjum ađ heyra ef eitthvađ ámóta gerđist nú. 

Nćsti pistill verđur erfiđari - ţar reynum viđ ađ athuga hvort svonefndar endurgreiningar geta sagt okkur eitthvađ - og ţá hvađ (er reyndar margt ađ varast). 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 21
 • Sl. sólarhring: 147
 • Sl. viku: 1794
 • Frá upphafi: 2347428

Annađ

 • Innlit í dag: 21
 • Innlit sl. viku: 1551
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband