26.1.2018 | 01:28
Gæti verið óhagstæðari
Þó varla sé hægt að segja að tíðin sé með besta móti hefur hún heldur ekki verið sérlega slæm. Skafrenningur og ófærð hefur að mestu haldið sig við heiðarvegi en leiðinda hálkutíð hefur verið í byggðum og frost víða hlaupið í jörð í meira mæli en nú um nokkurra ára skeið. En samt hefur í meginatriðum farið vel með veður - frekar ræst úr en farið á versta veg þegar útlit hefur verið tvísýnt.
Tímabilið frá jólum og fram til þorraloka er að jafnaði það illviðrasamasta hér á landi. Eftir það - fram til sumardagsins fyrsta fer vetri að halla. Þó sá tími sé í stöku ári sá erfiðasti og versti er hann það að jafnaði ekki.
Nokkur blæbrigðamunur er á meginhringrás veðrakerfa á okkar slóðum í fyrstu þremur mánuðum ársins. Í janúar er heimskautaröstin í sinni suðlægustu stöðu - kalt loft á þá greiðastan aðgang að landinu. Í febrúar nær kuldapollurinn mikli yfir Kanada hins vegar gjarnan sínum mesta styrk - snýr hann háloftaáttum meira til suðvesturs og útsynningurinn er þá hvað ágengastur hér á landi - sömuleiðis vaxa líkur á myndun fyrirstöðuhæða. Í mars er veturinn farinn að gefa sig bæði í Bandaríkjunum og suður í Evrópu - en lítið sem ekkert á norðurslóðum. Háloftavindar verða aftur vestlægari eftir útsynningstíðina í febrúar og líkur á langvinnum norðanáhlaupum aukast hér á landi (páskahretatímabilið).
En allt er þetta að meðaltali - einstök ár eru oftast hvert með sínum hætti.
Þrátt fyrir umhleypinga að undanförnu hafa illviðri varla náð vetrarmáli svo nokkru nemi hingað til. Svo virðist ætla að verða áfram um hríð að minnsta kosti. Fjölmargar lægðir eru á hraðferð við landið um þessar mundir, en einhvern veginn virðist sem að þær verstu fari flestar hjá og hrjái aðra.
Hér er þó langt í frá verið að halda því fram að ekkert sé að veðri - það er leiðinlegt að þurfa að varast hálku í hverju skrefi og að þurfa að sæta lagi við ferðalög á milli landshluta eða hætta á háska á heiðum ella. Best væri auðvitað að hægt væri að fara hvert sem er hvenær sem er.
En lítum á spákort sem gildir síðdegis á laugardag, 27. janúar.
Hér eru fáar þrýstilínur við landið - vindur því trúlega hægur. Illskeytt lægð er hins vegar vestur af Noregi á hraðri ferð austur - án þess að koma sem heitir við sögu hér á landi. Í veðurlagi þar sem allt fer á versta veg hefði hún annað hvort komið yfir okkur - nú eða þá skilið eftir sig vestanhvassviðri með fannkomuslóða.
Við sjáum að vísu slíkan slóða eða linda liggja vestur úr lægðinni yfir í hina grynnri á Grænlandshafi - töluverð snjókoma gæti leynst í honum - þó spár segi nú annað. Þeir sem eru vanir kortalestri sjá líka að smálægð leynist suðvestan við land (þar hefur teikniforritið sleppt L-i). Í vondum vetri myndi sú lægð dýpka og koma inn á landið suðvestanvert á aðfaranótt sunnudags með mikilli snjókomu og jafnvel vindi líka. - En nú hefur veðurreynd verið með öðrum hætti - að jafnaði eins lítið orðið úr og framast er mögulegt.
En veturinn gæti enn skipt skapi, hann er langt í frá búinn - dæmi eru í fortíðinni um slík skyndiskipti - að alltaf geri illt úr allri tvísýnu. Munið einnig að ritstjóri hungurdiska gerir engar veðurspár. Það gerir Veðurstofan hins vegar. Þeir sem eitthvað eiga undir veðri eiga ætíð að fylgjast með spám hennar - alveg sama hvað malað er á svonefndum samfélagsmiðlum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.