24.1.2018 | 23:29
Áratugurinn 1911 til 1920 - 2
Viđ tökum eitt skref til viđbótar inn í áratuginn 1911 til 1920 og lítum í kringum okkur. Sumir sjá ekkert nema leiđindi - en ađrir einhverja fróđleiksmola. Sjávarhitinn verđur fyrir í ţetta sinn.
Hér má sjá 12-mánađakeđjumeđaltöl sjávarhita í Grímsey (blátt) og í Vestmannaeyjum (rautt). Bláa strikiđ sem liggur ţvert yfir myndina sýnir sjávarhita viđ Grímsey á árunum 2007 til 2016 og sú rauđa međalsjávarhita sama tímabils í Vestmannaeyjum.
Sveiflurnar eru miklu stćrri (og fleiri) í Grímsey heldur en í Vestmannaeyjum, en á báđum stöđum var sjór mun kaldari en hefur veriđ síđustu tíu árin. Í Grímsey er fariđ ađ gćta einhverrar hlýnunar frá og međ síđari hluta árs 1920. Á nćstu árum á eftir kom líka býsna stórt ţrep í Vestmannaeyjum - ekki alveg skyndilega, ţađ dreifđist á 2 til 3 ár, en eftir ţađ voru köldustu árin hlýrri en ţau hlýjustu höfđu veriđ áđur en umskiptin áttu sér stađ. Veđurfarsbreytingarnar miklu um og upp úr 1920 urđu ţví ekki ađeins fyrir norđan landiđ heldur voru ţćr líka stórar í sjónum fyrir sunnan land.
Tveir ferlar eru á ţessari mynd. Sá blái sýnir mismun á (loft)hita í Reykjavík og landsmeđalhita (sami ferill og sýndur var í síđasta pistli) - lesist af vinstri kvarđa á myndinni. Rauđi ferillinn er hins vegar mismunur sjávarhita í Vestmannaeyjum og í Grímsey - lesist af hćgri kvarđa.
Bláa lárétta strikiđ ţvert yfir myndina sýnir međalmun reykjavíkur- og landsmeđalhita árin 2007 til 2016 (1,1 stig). Hér má sjá ađ ţó miklar sveiflur séu ţarna frá ári til árs er međalmunurinn á ţessum árum samt á svipuđu róli og nú - engar grundvallarbreytingar hafa orđiđ. Ţađ er hlýrra í Reykjavík en á landsvísu - ástćđur ţess voru, og eru, fyrir hendi - og verđa trúlega áfram um alla framtíđ. Afbrigđi geta ţó átt sér stađ í einstökum mánuđum, jafnvel árum - en varla heilu áratugina. Eins og bent var á í síđasta pistli er röskun hvađ mest ţegar ís er viđ Norđur- og Austurland. Sé hann mikill dregst landshitinn meira niđur á viđ heldur en reykjavíkurhitinn. Viđ sjáum ţetta vel á ferlinum.
Rauđa lárétta strikiđ sýnir hins vegar međalmun sjávarhita í Vestmannaeyjum og í Grímsey árin 2007 til 2016. Eđlilegt er ađ hann sé nokkur - ţađ vćri óvćnt fćri hitinn ađ vera hćrri fyrir norđan heldur en viđ suđurströndina. Á árunum 2007 til 2016 var međalmunurinn 3,1 stig (hćgri kvarđi). En viđ sjáum ţrjú mjög greinileg hámörk, 1911, 1915 og 1917-18. Hafís var viđ land öll ţessi ár. Ţá fellur sjávarhiti í Grímsey mjög - mun meira en í Vestmannaeyjum. Mestur varđ munurinn 4,6 stig á 12-mánađa tímabili.
Viđ eigum til sjávarhitamćlingar í Grímsey og Vestmannaeyjum allt aftur á síđustu áratugi 19. aldar. Á ţeim tíma má heita regla ađ sjávarhitamunur stöđvanna vex mjög komi hafís ađ Grímsey, en ţó eru ár um miđjan 9. áratug 19. aldar sem skera sig nokkuđ úr. Ţá virđist kaldsjórinn í raun og veru hafa náđ alveg vestur (og út) til Vestmannaeyja - enda komst hafís ţá allt vestur ađ Eyrarbakka.
Síđasta mynd dagsins sýnir okkur landsmeđalhitann (blár ferill) og sjávarhita í Grímsey (rauđur ferill). Bláa strikiđ sýnir landsmeđalhita 2007 til 2016 og sá rauđi sjávarmeđalhita í Grímsey á sama tíma. Lofthitinn er langt neđan međallags nútímans og sjávarhitinn líka neđan ţess lengst af - en ekki jafnmikiđ - nema ţegar ísáhrifin eru hvađ mest.
Nćr allan tímann er sjávarhitinn viđ Grímsey hćrri heldur en landsmeđalhitinn - sjórinn heldur hitanum á landinu uppi frekar en hitt - nema e.t.v. á stöku stađ viđ ströndina ađ vor- og sumarlagi - meira ađ segja á tímabilum ţegar sjávarhiti er lágur. Ţađ er ekki fyrr en hafís er orđinn mjög mikill ađ hann fer beinlínis ađ draga úr ađgengi sjávar ađ lofti og ţá getur kólnađ verulega. Landiđ tengist ţá heimskautasvćđunum međ beinum hćtti - en vel ađ merkja ađeins ţó ef vindur stendur nćr stöđugt af norđri. Geri hann ţađ ekki gćtir sjávarylsins alltaf.
Viđ tökum eftir ţví međ samanburđi loft- og sjávarhitaferlanna hér ađ ofan ađ meira suđ er í lofthitaferlunum - smábrot á ýmsa vegu frá mánuđi til mánađar í 12-mánađakeđjunum. Ţetta suđ er minna í sjávarhitaferlunum - ţeir eru útjafnađri. Sjórinn sleppur viđ einstök kuldaköst - og svo getur hann auđvitađ ekki kólnađ niđur fyrir frostmark sjávar. Hann sleppur líka viđ stakar hitabylgjur sem geta haft mikil áhrif á međalhita mánađa uppi á landi.
Ţegar viđ horfum á síđustu myndina gćti okkur fundist ađ lofthitabreytingar séu ađeins á undan hitabreytingum í sjó. Hér skulum viđ ekki reyna ađ greina ţađ - en kannski er ţađ svo í raun og veru. Sjórinn ćtti t.d. ađ muna langvinnustu kuldaköstin betur heldur en loftiđ.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annađ
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Takk fyrir ţennan skemmtilega fróđleik Trausti. Vćntanlega hefur ţessi áratugur veriđ erfiđur fyrir marga bćđi til sjávar og sveitar. Ég hef oft klórađ mér í hausnum yfir ţessari snöggu hitabreytingu um 1920 sem virđast ekki hafa neinn ađdraganda. Kannski er ţetta bara hugsanaskekkja hjá mér ţví snöggar breytingar í veđrinu ţurfa kannski ekki neinn sérstakan ađdraganda, eđa hvađ?
Hjalti Ţórđarson (IP-tala skráđ) 25.1.2018 kl. 13:54
Snöggar breytingar í veđrinu hafa vísast einhvern ađdraganda, en hann virđist ekki ţurfa ađ vera langur - og venjulega áttar mađur sig ekki á breytingunni fyrr en „nýja“ veđurlagiđ hefur stađiđ í allmörg ár. Margar kenningar hafa veriđ uppi um umskiptin 1920 - fáar ef nokkur alveg sannfćrandi. Mér líst ţó ekki mjög illa á ţá sem nú er í tísku - kem e.t.v. ađ henni síđar.
Trausti Jónsson, 25.1.2018 kl. 16:55
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.