Fáeinar bráðabirgðatölur ársins 2017

Fáeinar bráðabirgðatölur ársins 2017: Meðalhiti þess í Reykjavík er í kringum 5,5 stig, í meðallagi síðustu tíu ára, en +1,2 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og er þetta 22. árið í röð ofan þess meðallags. Hlýindin eru við 16. sæti hlýrra ára í Reykjavík (af 147).

Í Stykkishólmi er meðalhitinn 5,0 stig, +0,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára og er árið það níundahlýjasta af 172 árum samfelldra mælinga. Á Akureyri er meðalhitinn líka 5,0 stig og er aðeins vitað um þrjú hlýrri ár þar um slóðir. Austur á Egilsstöðum reiknast meðalhitinn 4,8 stig, það næsthæsta sem vitað er um þar. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum er meðalhitinn 5,6 stig, -0,1 stigi neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma var rétt ofan meðallags áranna 1961 til 1990 víðast hvar á landinu, um 13 prósent í Reykjavík og 26 prósent á Akureyri. Í Stykkishólmi var hún í rétt tæpu meðallagi.

Sólskinsstundir í Reykjavík voru 70 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990, en um 90 færri en að meðaltali síðustu tíu árin.

Endanlegar tölur birtast væntanlega í næstu viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.3.): 98
  • Sl. sólarhring: 198
  • Sl. viku: 1295
  • Frá upphafi: 2453026

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 1171
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband