29.12.2017 | 23:56
Um og fyrir jól 1957
Tíðarfar var mjög fjölbreytt á árinu 1957 og margt eftirminnilegt gerðist í veðri. Mikil illviðri voru í janúar, óvenjusnjóþyngsli í mars, sjávarflóð gerði í apríl og mikil leysingaflóð í maí. Sumarið var hins vegar blítt og gott. Október var órólegur og síðan var mjög illviðrasamt á síðari hluta jólaföstunnar. En einhvern veginn hlaut árið samt góða dóma og tíð oftar talin hagstæð.
Aðalillviðrin voru af vestri, nokkuð sem nú hefur ekki verið í tísku um alllangt skeið. Það hlýtur þó að breytast, vestanáttin varla búin að gefa sig.
Hér rifjum við lítillega upp slæma syrpu í síðari hluta desembermánaðar. Tjón varð þó minna en búast hefði mátt við miðað við afl þeirra veðrakerfa sem fóru hjá. Sýnir e.t.v. hvað tilviljanir ráða oft miklu.
Fyrsta myndin er línurit sem sýnir hvernig loftþrýstingur sveiflaðist á landinu dagana 12. til 27. desember.
Gráu súlurnar (og lóðrétti kvarðinn til vinstri á myndinni) sýnir stærð þrýstispannar landsins á þriggja klukkustunda fresti þessa daga. Spönnin er munur á hæsta og lægsta þrýstingi á landinu. Ekki er alveg beint samband á milli hennar og vindhraðans m.a. vegna þess að landið er ekki hringlaga. Þrýstispönnin getur því orðið meiri í sama vindi í norðan- og sunnanátt heldur en í vestan- og austanátt vegna þess að landið er lengra frá vestri til austurs heldur en norðri til suðurs.
Rauða strikalínan sýnir hins vegar lægsta þrýsting á sama tíma. Þessa daga voru þrýstibreytingar gríðarmiklar. Sjá má þrjár meginlægðir. Sú fyrsta fór hjá þann 14. til 16., sú næsta þann 19. og að lokum hin þriðja 24. til 25. (aðfangadag og jóladag).
Lægð 2 og 3 voru sérlega djúpar (og nærgöngular), báðar sýndu þrýsting undir 950 hPa. Við sjáum líka að þrýstispönn sú sem fylgdi lægðunum var mikil í öllum tilvikunum þremur. Fyrsta og þriðja lægðin ollu nokkuð hreinum vestanveðrum. Veðrið í miðjunni (þ.19.) var ekki jafnhreint - fær samt vestanstimpil í flokkunarkerfi ritstjóra hungurdiska.
Í fyrsta veðrinu barst mikil selta á land og olli rafmagnstruflunum. Dreifikerfið var lakara en nú er þannig að ekki er víst að ámóta veður myndi valda truflunum nú á dögum. Fyrirsögn í Tímanum þann 18. var orðuð svo: Sá ekki til við að semja nefndarálit um kosningalagafrv. við kertaljós þeir sem vita um hvað málið snerist munu átta sig á pólitískum þunga orðalagsins - vandi að lesa í á stundum. - Bátur slitnaði upp í Kópavogi - kannski myndi slíkt endurtaka sig nú - og fréttir herma (Mbl. 17. des) að mönnum hafi verið bjargað úr eyju á Breiðafirði í foráttuveðri. Eyjan mun vera undan bænum Straumi í Skógarstrandarhreppi og mennirnir voru að huga að fé er skyndilega brast á þvílíkt ofsaveður að fátítt má teljast.
Veðrinu þann 19. olli lægð sem fór til norðnorðausturs yfir landið austanvert.
Daginn áður var hún um 990 hPa djúp (að mati bandarísku endurgreiningarinnar) og stefndi til norðausturs. Í háloftunum var kuldapollur yfir Suður-Grænlandi. Þetta er hættuleg staða, enda dýpkaði lægðin gríðarlega - um nærri 50 hPa næsta sólarhringinn. Þrýstispönnin fór í 34,1 hPa - talsvert meira en í hinum veðrunum tveimur.
Kortið sýnir stöðuna um hádegi þann 19. Eins og oft er vanmetur endurgreiningin afl þessarar lægðar, í þessu tilviki um að minnsta kosti 13 hPa, en sýnir aðstæður hins vegar vel og ástæður dýpkunarinnar - staðsetning miðjunnar er að auki allgóð.
Klukkan 9 að morgni þess 19. var lægðin yfir Austurlandi, líklega um 942 hPa í miðju. Sæmilegasta veður er vestanlands - eins og oft er við kringumstæður sem þessar. Sjávarmálsþrýstinginn má finna með lestri tölunnar sem færð er til hægri ofan við stöðvarnar (aðeins þar sem loftvog er). Við Hóla í Hornafirði stendur t.d. 485 - úr því lesum við 948,5 hPa, og á sama hátt 944,2 á Egilsstöðum. Undir þrýstitölunni er önnur sem venjulega sýnir breytingu síðustu 3 klukkustundir - en forritið sem gerir kortið kann ekki að lesa rétt úr breytingum sem eru meiri en 10 hPa - og gerir 10 að 20, og svo framvegis, en engu að síður erum við hér að sjá gríðarstórar þrýstisveiflur um landið austanvert.
Lægðin fór svo norður af rétt austan Raufarhafnar þar sem þrýstingur á hádegi fór niður í 941,2 hPa. Á eftir lægðinni gerði gríðarlegt vestanveður um landið austanvert. Mesta furða var þó hvað tjón varð lítið. Þak tók þó af lýsisvinnslu á Raufarhöfn og minniháttar foktjóns var getið á nokkrum stöðum öðrum. Húsvíkingar fengu hroll - og þóttust heppnir.
Það sem er þó athyglisverðast við þetta veður er að það olli sjávarflóði á Akureyri og Svalbarðseyri og varð töluvert tjón af þess völdum. Um það má lesa í frétt í Tímanum og fleiri blöðum.
Þetta flóð og aðstæðurnar sem sköpuðu það eru allrar athygli verðar. Hér hafa allstór veðurtengd flóðbylgja og háflæði fallið saman í tíma - líkur á slíku eru ekki miklar en gerðist samt. Vitað er um fáeina fleiri atburði af þessu tagi á Akureyri og víst að einhverjir bíða í framtíðinni. Vonandi þó án þess að stórvandræði hljótist af.
Enn blés svo til tíðinda.
Þetta kort gildir síðdegis á Þorláksmessu, 23. desember 1957. Vaxandi lægð er á Grænlandshafi vestanverðu á leið norðaustur. Líklega er önnur lægð hálffalin í lægðardraginu austur af Nýfundnalandi (þar sem örin bendir) og gengur hún inn í hina fyrri og allt kerfið dýpkar gríðarlega - önnur ofurlægðin á fáeinum dögum verður til.
Á miðnætti á aðfangadagskvöld var lægðin rétt fyrir norðan land.
Hér er endurgreiningin nokkurn veginn með flest rétt. Lægðarmiðjan í kringum 946 hPa og staðsetning viðunandi.
Ritstjórinn man þetta veður vel - það er þó tilviljun fremur en veðuráhugi því veðrið bar upp á jólin. Rafmagnið fór í Borgarnesi og víðar - rétt í þann mund sem amma hafði lokið við að steikja jólarjúpurnar - en móðir mín var við messu í gamla skólanum (þetta var áður en byggingu Borgarneskirkju var lokið). Vestanstormurinn og élin voru ógurleg og dimm. Messugestir komust þó heim að lokum og hægt var að hefja jólahald við kertaljós.
Reykvíkingar minnast þessara jóla helst fyrir mikinn bruna sem varð í Þingholtunum - sérlega erfiður í illviðrinu.
En fokskaðar urðu mestir á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð. Við sjáum hér fréttaklippu úr Tímanum þar sem fjallað er um illviðrið á Akureyri og þar í grennd. Blindhríð í hreinni vestanátt á Akureyri er gjarnan tengd miklum vindi ofan af fjöllunum í grennd og hefur þannig staðið á í þetta sinn.
Því miður voru engar vindhraðamælingar á Akureyri um þessar mundir og mesta vindhraða ekki getið í veðurskeytum. Mikið veður varð einnig eystra á Héraði og þar í grennd - en tjón þó ekki mikið þar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 38
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 2485
- Frá upphafi: 2434595
Annað
- Innlit í dag: 33
- Innlit sl. viku: 2207
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.