28.12.2017 | 01:58
Umskiptin miklu um jólin 1962
Það var haustið 1961 sem ritstjóri hungurdiska fór að fylgjast náið með veðri - hann man að vísu á eigin skinni ýmiskonar veður fyrir þann tíma en þær minningar eru samt meira á stangli heldur en samfella.
Í hefðbundnum búskap vilja fyrstu árin verða sérlega minnisstæð - svo fara hlutirnir að smyrjast út. En það var líka ýmislegt merkilegt á seyði þessi fyrstu ár. Þá endaði t.d. hlýskeiðið mikla sem staðið hafði linnulítið frá því á þriðja áratug aldarinnar og hafís birtist að nýju eftir langa fjarveru (sem var að vísu ekki alger).
Eitt af því sem liggur í minninu - og verður athyglisverðara eftir því sem frá líður er hegðan nokkurra háþrýstisvæða þessi árin. Ritstjórinn hélt reyndar þá að svona væri þetta bara - eitthvað mjög algengt. Nú er tilfinningin orðin sú að þessir atburðir hafi á einhvern hátt tengst veðurumskiptunum miklu.
Hér verður ekki reynt að skilgreina atburði í smáatriðum - en þó gerði ritstjórinn það sér til dundurs að bregða mælistiku á lengd háþrýstitímabila. Það er hægt að gera á ýmsa vegu - að þessu sinni var aðeins leitað að samfelldum dagaröðum þegar meðalþrýstingur allra daganna í röðinni var 1020 hPa eða meiri.
Á tímabilinu 1949 til okkar daga fundust aðeins 17 slíkar dagaraðir sem innihalda hver um sig tíu daga eða meira - að vetrarlagi (þær eru algengastar í apríl og maí - en við gætum sinnt þeim síðar). Dagaraðareikningar hafa þann ókost að einn spillidagur getur illa slitið raðir í sundur í tvennt eða þrennt - bara vegna þess að mörkin eru óheppilega valin.
Langlengsta tímabilið endaði 23. mars 1962, eftir að hafa staðið samfellt í 30 daga. Þetta er jafnframt fyrsta tímabilið á listanum frá og með 1949. Fyrstu þrjár vikur febrúarmánaðar 1962 höfðu verið mjög umhleypingasamar og tíð erfið, en síðan skipti rækilega um yfir í óminnilegan norðaustanþræsing með háþrýstingi og þurrki suðvestanlands.
Ekki þurfti að bíða eftir næsta atburði nema fram til næstu jóla. Desember var mjög umhleypingasamur (og skemmtilegur eftir því fyrir ung veðurnörd), en jóladagur rann upp heiður og klár - með háþrýstingi. Syrpan líður að vísu fyrir skilgreininguna - einn dagur, 5. janúar, klippir hana í sundur (meðalþrýstingur 1019,5 hPa) eftir 12 daga, en síðan fylgdu aftur 11 dagar með meðalþrýstingi yfir 1020 hPa - og síðan kom ein syrpa til, 15 daga löng sem endaði 10. febrúar - á milli kafla tvö og þrjú kom aðeins ein alvörulægð.
Þetta mikla háþrýstisvæði sem í raun ríkti frá jólum og fram undir miðjan febrúar er frægt í veðurfarssögu Vestur-Evrópu því þá voru þar gríðarlegir kuldar, hafa varla orðið jafnmiklir á Bretlandi síðan - og þar snjóaði einnig mikið. Veturinn í heild var mjög hlýr hér á landi - þó ekki eins hlýr og sá sem á eftir fylgdi (1963 til 1964) - en endaði með páskahretinu fræga sem hófst 9. apríl (1963).
Síðasta 10-daga vetrarháþrýstiskeið (samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan) endaði 27. mars 2013, eftir að hafa staðið í 12 daga samfellt (þá voru líka kuldar á Bretlandi).
Við lítum að lokum á jólakortin 1962 og hið fallega veður.
Lægðin sem átti að koma á jóladag kom aldrei - og engar lægðir komu úr vestri í heilar þrjár vikur. Fáein smálægðardrög komu úr norðri og fóru yfir - með minniháttar hríð fyrir norðan, en ekkert þeirra var illviðravaldur.
Á jóladag var hæðin mikla einmitt að byggjast upp í háloftum eins og sjá má á 500 hPa hæðar- og þykktarkortinu.
En það varð ekkert sérlega hlýtt hér á landi, vindur var hægur og veður bjart lengst af, talsver frost inni í sveitum en minna við sjávarsíðuna. Ömurlegt tíðindaleysi í huga ungra veðurnörda - en eftir á að hyggja með merkari atburðum og vænt þykir þeim nú að hafa fengið að upplifa háþrýsting þennan og þau afbrigði sem honum fylgdu.
Með nútímatölvureikningum er líklegt að umskiptin hefðu sést með þónokkrum fyrirvara, en óvænt voru þau á jólum 1962.
Í nóvember árið 1959 fór Veðurstofan að gefa út tveggja daga veðurspár, en aðeins þó einu sinni á dag. Var það talsverð framför - ekki endilega vegna þess að spárnar væru góðar (það voru þær ekki) heldur fremur vegna þess að þær bjuggu til einskonar punkt eða skott á eftir hinum hefðbundnu sólarhringsspám sem þar með enduðu ekki lengur í algjörlega lausu lofti. Í þessu ráðslagi fólst einhver undarleg fullnægja sem ekki má vanmeta.
Spárnar voru færðar í sértaka bók og fylgdi þeim alltaf yfirlit um væntanlega veðurstöðu - það yfirlit var hins vegar ekki birt - aðeins sjálf spáin. Spárnar voru gerðar alla daga, en í fyrstu voru þær ekki lesnar upp á sunnudögum og miðvikudögum. Frá 1. desember 1961 var spáin lesin á hverjum degi með kvöldfréttum útvarps kl.20 og svo aftur kl.22. Biðu veðurnörd jafnan spennt eftir nýjustu spánni - rétt eins og þau bíða nú eftir viku- og tíudagarununum.
Laugardaginn 22. desember 1962 reyndi spáveðurfræðingur meira að teygja sig inn á þriðja dag. Þá var yfirlitið svona:
Á aðfangadag er búist við, að lægðin við A-strönd Bandaríkjanna verði suður af Grænlandi.
Og spáin:
Horfur á aðfangadag: Gengur í S eða SA-átt með rigningu, einkum sunnan lands og vestan. Sennilega útsynningur á jóladag með éljum á Suður- og Vesturlandi.
Ekki gekk þetta upp. Spáin sem lesin var á Þorláksmessu og gilti fyrir jóladag seinkaði lægðinni, en gekk heldur ekki upp. Lægðin komst aldrei í námunda við landið.
Myndin sýnir síðu úr spábók Veðurstofunnar 21. desember 1962. Fyrri spáin - sú sem er merkt 03:30 var gerð á Keflavíkurflugvelli - en þar var næturvakt. Tölurnar vísa til spásvæða, en þær rómversku til miða við landið. Á þessum árum voru spásvæðin 8 (en eru nú tíu). Takið eftir orðalaginu í almennu stöðulýsingunni kl. 09:10.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.