24.12.2017 | 01:16
Minning um vitlausa veðurspá
Veðurfræðingar lenda oft í því að setja saman rangar veðurspár - það tilheyrir starfinu að sætta sig við það. Ástæður eru margvíslegar og hafa sjálfsagt breyst í áranna rás. Hér verður rifjað upp 36 ára gamalt tilvik. Dagurinn var Þorláksmessa 1981 og einhvern tíma að morgni þess dags litu blaðamaður og ljósmyndari frá DV (sem þá var nýfarið að koma út undir því nafni) við á spávakt Veðurstofunnar.
Rætt var um jólasnjóinn og myndum smellt af. Rétt að taka fram að það voru þeir Páll Bergþórsson (58) og ritstjóri hungurdiska (30) sem sátu að spágerð. Magnús Jónsson (33) og Borgþór H. Jónsson (57) áttu leið um - og urðu líka fórnarlömb (kannski ekki algjörlega saklaus).
Jú, jólaveðrið var raunverulega til umræðu - hver gerði litla kortið í horninu er ekki skýrt í minni ritstjórans, en það var þó hvorki hann né Páll. Megininntak spárinnar blasir við: Auð jörð á Suðurlandi - það var þegar snjór nyrðra - honum þurfti ekki að spá. Klukkan 9 um morguninn var nær heiðskírt í Reykjavík og frostið -4 stig, hafði farið niður í -12 stig um nóttina.
Hér er endurgerð veðurkortsins frá því um morguninn (endurgreining evrópureiknimiðstöðvarinnar). Kortið er nokkurn veginn í samræmi við raunveruleikann.
Hæðarhryggur yfir Grænlandi - grunn lægð vestan Færeyja - dýpri lægð suður í hafi og norðaustanstrekkingur á milli Íslands og Grænlands. Líklegast þótti að norðaustanáttin héldi áfram um stund, lægðin suður í hafi líklegust til að taka svosem eins og einn smáhring í kringum sjálfa sig en fara síðan til suðausturs.
Háloftastaðan var á svipuðum nótum.
Ekki mikla hreyfingu að sjá á þessu korti. Það gildir á sama tíma, kl.6 að morgni 23. desember 1981. Hér má rifja upp að tölvuspár voru heldur óburðugar á þessum tíma - voru að vísu gerðar og ekki fullkomlega gagnslausar, en þær sýndu samt einhvern allt annan raunveruleika en síðar var og lítið sem ekkert gagn var í lengri spám en 24 til 36 klst fram í tímann (nema rétt stundum).
Gervihnattamyndir bárust nokkuð reglulega - og var oft á tíðum mikil hjálp í þeim, gallinn hins vegar sá að nokkuð var um truflanir í myndsendingum og gjarnan langt á milli mynda. Ritstjórinn minnist þess reyndar ekki að hafa á þessum tíma séð fyrstu myndina hér að neðan - hefur þó kannski gert það.
Hér er myndin fengin úr safninu í Dundee í Skotlandi. Hún er merkt kl. 09:41 - líklega eftir að blaðamenn voru á ferðinni. Örin bendir á Reykjavík. Hér sést Reykjanesskagi og landið suðvestanvert mæta vel - og auk þess mikill skýjabakki norður af lægðinni suður í hafi. Þessi mynd var auðvitað ein og sér, sú næsta kom ekki fyrr en síðdegis, líklega um kl.14:30. Hana má alveg túlka þannig að norðurbrún skýjabakkans muni hreyfast til norðausturs fyrir sunnan land - slitna frá lægðarmiðjunni sem sunnar er - en hún aftur á móti fara til suðurs og suðausturs.
En - það fór ekki þannig. Ritstjórinn var á stuttu morgunvaktinni (þeirri sem sinnti flugveðurspám og tvídægrunni svonefndu), kom á vakt kl.8 og fór kl.14. Páll var hinsvegar á lengri vaktinni og stóð hún frá 7 til 15. Þá tók Knútur Knudsen við af honum og sat til kl. 23 um kvöldið. Þá birtist ritstjórinn aftur og sat næturvakt frá 23 til kl.7 að morgni aðfangadags.
Knútur sat sum sé uppi með spána góðu um jólajörðina auðu. Ritstjórinn lærði margt skynsamlegt af Knúti, m.a. að það ætti ekki að hringla með spár nema ítrustu nauðsyn bæri til. Reyndist regla sú ritstjóranum vel - en hún leiddi þó í þessu tilviki til þess að snjókomu var ekki spáð í Reykjavík fyrr en eftir að hann byrjaði að snjóa.
Lítum á myndina frá því um kl.16.
Örin bendir enn á Reykjavík, lægðarmiðjan (sveipurinn suður í hafi) hefur ekki hreyfst mjög langt, en hins vegar hefur skýjabakkinn gert það, kominn norður á Reykjanes. Sást í rökkrinu mjög vel úr höfuðborginni. En enn var von til þess að hann strykist hjá - en ylli ekki snjókomu. Það var heldur engin veðursjá til að þukla á honum eins og nú er vaninn.
Það var um klukkan átta um kvöldið sem snjókoman byrjaði - ekki mikil í fyrstu. Þá var ritstjórinn að sinna einhverjum jólaerindum inni í Skeifu, kom þar einmitt út úr verslun þegar fyrstu kornin féllu - og hugsaði auðvitað: Æ-æ.
Svo var mætt á vaktina kl.23. Þá var hörkusnjókoma, náði hámarki um miðnæturbil þegar skyggni fór um tíma niður í 100 metra á Veðurstofutúni. Vildi til að vindur var ekki mikill, aðeins 5 til 6 m/s.
Þetta varð svo ekki nein metsnjókoma, snjódýptin mældist þó 16 cm kl.9 að morgni aðfangadags og líka á jóladagsmorgunn. Jólin urðu því hvít í Reykjavík 1981 - þrátt fyrir yfirlýsingar með myndum af fjórum veðurfræðingum.
En friðurinn var ekki alveg úti, því á annan dag jóla gerði gríðarlegt landsynningsveður (ASA), langverst þó á Reykjanesi og undir Eyjafjöllum og varð mikið tjón á Keflavíkurflugvelli (og víðar). Í ljós kom að vindhraðamælir vallarins var ekki starfi sínu vaxinn og látinn hætta. Þá komst og upp að hann hafði verið arfavitlaus í mörg ár - mæliröðinni mjög til ama. Tölvuspárnar náðu þessu mikla veðri allvel - en ekki þó með löngum fyrirvara eins og við myndum búast við nú.
En ljúkum pistlinum með töflu sem sýnir veður í Reykjavík þennan eftirminnilega dag í huga ritstjórans - sennilega eru nær allir aðrir löngu búnir að gleyma honum því það fennir í flestar vitlausar spár (til allrar hamingju).
ár | mán | dg | klst | hiti | hám | lágm | átt | vindhr | þrýst | veður - skyggni |
1981 | 12 | 23 | 9 | -3,6 | -1,5 | -12,0 | SSA | 1 | 996,0 | léttskýjað - skyggni ágætt |
1981 | 12 | 23 | 12 | -5,6 | ASA | 3 | 996,0 | léttskýjað - skyggni ágætt | ||
1981 | 12 | 23 | 15 | -5,3 | A | 4 | 995,8 | hálfskýjað skyggni ágætt | ||
1981 | 12 | 23 | 18 | -4,3 | -3,6 | -6,8 | ASA | 5 | 995,5 | skýjað - skyggni ágætt |
1981 | 12 | 23 | 21 | -2,5 | A | 5 | 993,5 | snjókoma - skyggni 5 km | ||
1981 | 12 | 23 | 24 | -2,0 | N | 6 | 987,6 | snjókoma - skyggni 100 metrar | ||
1981 | 12 | 24 | 3 | -1,2 | NV | 2 | 984,0 | snjókoma - skyggni 15 km | ||
1981 | 12 | 24 | 6 | -2,5 | -0,4 | -4,4 | SSV | 5 | 987,6 | skýjað - skyggni 30 km |
1981 | 12 | 24 | 9 | -1,7 | -0,5 | -4,3 | S | 4 | 989,9 | léttskýjað - skyggni ágætt |
1981 | 12 | 24 | 12 | -0,2 | S | 5 | 991,7 | úrkoma í grennd - skyggni ágætt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.