Fyrsti þriðjungur desembermánaðar

Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar var -0,6 stig í Reykjavík, -1,3 stigum undir meðallagi sömu daga áranna 1961 til 1990 og -0,8 undir meðallagi síðustu tíu ára. Á öldinni er hitinn í 12.hlýjasta sæti (af 17). Langkaldastir voru þessir dagar 2011, meðalhiti þeirra var þá -4,8 stig.

Á langa listanum er reykjavíkurhitinn í 96. sæti af 142. Dagarnir tíu voru hlýjastir í fyrra, +7,1 stig, en kaldastir 1887, -7,2 stig. Dagurinn í dag skilaði mesta frosti ársins til þessa á Veðurstofutúni, -8,4 stigum (reyndar -8,8 á kvikasilfursmælinum í gamla skýlinu). 

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 10 daga desembermánaðar -1,2 stig, +0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára, en -0,8 undir meðallagi 1961 til 1990. 

Vikum er mjög misskipt á landið, hiti er enn ofan meðallags síðustu tíu ára um landið norðaustanvert, mest +1,5 stigum yfir því í Möðrudal, en kaldast hefur verið um landið suðvestan- og vestanvert. Mesta neikvæða vikið er á Húsafelli, -2,2 stig.

Þurrt hefur verið í veðri, þurrast að tiltölu á Suðausturlandi, en í Reykjavík hefur úrkoman mælst 17,1 mm, um 60 prósent meðallags. 

Þess má að lokum geta að óvenjuhlýtt er nú víða á Grænlandi, hiti komst í 10 stig í Narsarsuaq og meir en 7 stig í Syðri-Straumfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan fróðleik. Í framhaldinu veltir maður fyrir sér samanburðarhæfni mæla, annarsvegar kvikasilfursmæla og hinsvegar rafrænna, sbr. þann mismun sem Trausti getur um þarna og svo virðist sem VÍ telji rafræna mælinn réttari. Ekki skal maður rengja það, en þá er spurningin um hvernig samanburður er milli rafrænna mælinga nútímans við kvikasilfursmælingar fortíðarinnar. Þegar verið er að spá í leitni í mælingum yfir lengri tíma, geta tíundu hlutar skipt máli er það ekki?
En hitt kannski skiptir enn meira máli, sumsé staðsetningin. Það hlýtur að vera mikilvægt að geta mælt hitastig á sama eða sambærilegum stað yfir lengri tíma til að fá "réttan" samanburð. Þá er maður með í huga að allt útlit er fyrir að VÍ verði að flytja mæla sína af þeim stað sem þeir hafa nú verið um nokkra hríð. Svo veltir maður fyrir sér hvort sjálft veðurstofuhúsið verði líka að víkja?  Þetta síðasta eru líklega hápólitískar spurningar þegar það er skoðað og kannski ekki svara að vænta.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 11.12.2017 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 89
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 1054
  • Frá upphafi: 2420938

Annað

  • Innlit í dag: 82
  • Innlit sl. viku: 931
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband