8.12.2017 | 22:54
Af lágmarkshita ársins í Reykjavík
Í morgun (8. desember) fór hiti niður í -8,2 stig á Veðurstofutúní í Reykjavík. Það er mesta frost ársins á þeim stað til þessa. Nú eru þrjár vikur (rúmar) eftir af árinu og vel mögulegt að meira frost mælist á þeim tíma - en ef ekki sitjum við uppi með eitt hæsta árslágmark allra tíma í höfuðborginni.
Lítum á mynd.
Hún sýnir tímabil allra lágmarksmælinga í Reykjavík. Eyður eru í lágmarksmælingum - þar höfum við að vísu upplýsingar um hita (ekki þó öll ár frá 1854 til 1865) en við verðum að ná í lægstu tölur ársins með því að fara yfir mælingar á athugunartímum. Lægstu lágmörk eru oftast eitthvað lægri en þær ná að sýna (þó ekki alveg alltaf).
Engar lágmarksmælingar voru t.d. á tímabilinu 1907 til 1919, en þá mældist mesta frost sem vitað er um í Reykjavík, -24,5 stig (1918) - sú tala var lesin af venjulegum mæli. Lægsta lágmark gæti hafa verið eitthvað lægra (þó varla teljandi).
Frost fór í meir en -20 stig veturinn 1880 til 1881 og sömuleiðis 1892, en aldrei eftir 1918. Litlu munaði þó 1971 þegar lágmarkið mældist -19,7 stig.
Við sjáum á myndinni að lítið hefur verið um frosthörkur hin síðari ár í Reykjavík og frost sjaldan orðið meira en -12 stig. Það gerðist hins vegar í miklum meirihluta ára á kalda skeiðinu.
Eins og áður sagði er mesta frost ársins 2017 til þessa aðeins -8,2 stig. Mesta frost ársins 2012 var aðeins -7,9 stig og -8,2 árið 1926. Í langtímasamhengi er mjög óvenjulegt að ekki mælist -10 stiga frost að minnsta kosti einu sinni yfir árið í Reykjavík.
Árið 2017 hefur því verið sérlega fátækt af frosthörkum í höfuðborginni. Ritstjóra hungurdiska hlýtur því að undra mjög allt tal um sérlega kulda að undanförnu. Jú, auðvitað gætu þeir átt eftir að sýna sig - en hafa alla vega ekki gert það til þessa.
Á landsvísu hefur frost ekki enn komist í -25 stig á árinu - hvorki í byggð né á fjöllum. Dagurinn í gær (7. desember) var kaldur, meðalhiti í byggð -5,1 stig, en kemst samt varla á blað í neinum keppnistöflum, nema þeim sem miða aðeins við innbyrðis samanburð hlýju áranna - þriðjikaldasti 7. desember á öldinni. Þennan dag 1967 var meðalhiti í byggð -10,9 stig. Dagurinn í dag (8. desember) verður hugsanlega kaldari en gærdagurinn, en uppgjör liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað.
Að ósk að austan er hér líka ámóta línurit fyrir Dalatanga (lágmarksmælingar byrjuðu þar 1949). Lágmarksmælingar féllu niður fyrstu mánuði ársins 1957 - en ekki varð mjög kalt þá, árslágmarkið trúlega á bilinu -7 til -8 stig.
Hér má sjá hafísárin miklu 1968 og 1969 skera sig úr - og sömuleiðis síðustu ár sem eru óvenjuleg í langtímasamhengi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 9.12.2017 kl. 15:27 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.3.): 17
- Sl. sólarhring: 204
- Sl. viku: 1801
- Frá upphafi: 2454262
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 1659
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Panik út af silfurrefnum mínum (WW.Fox) 5 til 7 stig!?-- Eins og ísbjörn þolir 50 stig:)
Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2017 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.