8.12.2017 | 02:04
Hlýtt og kalt tímabil
Ritstjóri hungurdiska fylgist oftast nær með hitafari á landinu frá degi til dags og ber saman við meðaltöl fyrri tíma. Venjulegustu samanburðartímabilin sem hann notar eru annars vegar gamla viðmiðunartímabilið 1961 til 1990 en hins vegar meðaltal síðustu tíu ára (hver sem þau annars eru á hverjum tíma). Eins og öll veðurnörd vita er eldra tímabilið talsvert kaldara en það nýja, það munar 1,15 stigum á ársmeðalhita þessara tveggja tímabila í Reykjavík.
Í daglegum samanburði (eða þegar mánuðir eða hlutar þeirra eru bornir saman) er því langalgengast að nútíminn sé mun hlýrri miðað við eldra tímabilið heldur en það yngra.
Annað er uppi á teningnum einmitt þessa dagana. Hiti fyrstu 7 daga desembermánaðar nú er 0,4 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 1,5 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta þýðir að fyrsta vika desember hefur síðustu tíu ár verið 1,1 stigi kaldari en hún var á köldu árunum 1961 til 1990.
Eðlilegt er í framhaldinu að spyrja hversu margir almanaksdagar séu þannig vaxnir að þeir hafi verið að jafnaði kaldari síðustu tíu árin en var á kalda skeiðinu. Auðvelt er að svara því. Í Reykjavík eru þeir 48. Einn í janúar, 7 í febrúar, 7 í mars, 4 í apríl, 8 í maí, - enginn í júní til september, 11 í október, 3 í nóvember og 7 í desember.
Lengsta samfellda röð slíkra daga er frá 29. nóvember til 7. desember - 9 dagar. Við sjáum á þessu hlutfalli daga [48:317] hvað hlýindi síðustu tíu ára eru afgerandi.
En - nú spyrja sumir væntanlega hvernig er með samanburð við hlýja tímabilið 1931 til 1960 - hvernig stendur það sig í ámóta keppni við síðustu tíu ár?
Jú, við fáum út hlutfallið [111:254] - ekki alveg eins hagstætt hlýindum síðustu tíu ára, en samt afgerandi.
Því miður vantar dálítið af dægurmeðaltölum í Reykjavík fyrir 1920, en tuttugu ára tímabilið 1881 til 1900 er þó nokkurn veginn heilt. Hlutfallið milli nútímans og þeirra köldu ára er [12:351] - tólf almanaksdagar voru að meðaltali hlýrri í Reykjavík en meðaltal sömu daga síðustu tíu ára, þar á meðal 18. til 21. október og 23. til 25. desember.
Hvaða almanaksdagar koma við sögu er væntanlega algjörlega tilviljanakennt - en hlutfallstölurnar segja hins vegar nokkra sögu. - En á næsta ári verður eitt ár dottið út úr því sem nú eru síðustu tíu ár - og annað komið í staðinn. - Svo styttist í nýtt 30-ára samanburðartímabil, 1991 til 2020. Hvernig skyldu árin 2021 til 2030 koma út í samanburði við það?
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 9.12.2017 kl. 15:24 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 8
- Sl. sólarhring: 421
- Sl. viku: 2551
- Frá upphafi: 2414406
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 2371
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Þetta hlýtur nú að vera einhver vitleysa hjá þér Trausti, miðað við kuldann undanfarið. Hitinn (kuldinn) er eflaust undir meðaltali en ekki yfir því.
Svo er auðvitað athyglisvert að fyrstu 7 dagar desembermánaðar í fyrra var meðalhitinn í borginni 7,3 stig (í +) en er varla mikið yfir frostmarki það sem af er mánuðinum nú (kannski +0,4 stig?). Þetta er um 7 stiga munur!
Svo bætist þessi nýliðna nótt við, sem er líklega sú kaldasta á höfuðborgarsvæðinu á árinu ...
Það stefnir þannig í mikinn frostavetur. Kannski verður talað um frostaveturinn mikla 2018, rétt eins og gert er enn með veturinn 1918.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 8.12.2017 kl. 08:52
Hiti fyrstu 7 daga desember er yfir meðallagi hér í Reykjavík, hvort sem miðað er við síðustu tíu ár eða árin 1961-1990. Um það fjallar pistillinn. Gærdagurinn (7.) var að vísu kaldur og líklega mun dagurinn í dag koma hita fyrstu átta dagana niður í meðallag 1961-1990 og kannski síðustu tíu ára líka.
Trausti Jónsson, 8.12.2017 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.