2.12.2017 | 16:34
Fer vonandi vel með
Kortið hér að neðan sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting, úrkomu og hita í 850 hPa fletinum síðdegis á mánudag (4.desember).
Lægð er á austurleið fyrir norðan land og veður er kólnandi. Sé kortið skoðað nánar má sjá að þrýstingur er furðuhár, þrýstingur í lægðarmiðju er ofan við 1000 hPa. Gæti rétt svo sem verið um mitt sumar. Hæðirnar tvær,sú vestan Bretónaskaga og hin, yfir Labrador, eru ekki svo sterkar heldur - aðeins öflugri þó en venjulegt er að sumri. Hvergi virðist vera stormur, nema e.t.v. í fallvindi við Austur-Grænland.
En hitatölurnar (í 850 hPa) eru að vísu mun lægri en væri að sumarlagi og sýna okkur ótvírætt að kortið sýnir vetrarstöðu - en ekki hásumar.
Þó vel virðist ætla að fara er staðan í grunninn mjög eitruð - mjög hlýtt loft (rauð ör) streymir úr langt úr suðri til móts við kulda úr norðri og vestri (blá ör) - uppskrift að skyndidýpkun. - En séu reikningar réttir mun stefnumótið mistakast, herjir norðan- og sunnanlofts fara á mis og orrusta blásin af. - Nema hvað gríðarlegri úrkomu er spáð í Vestur-Noregi þegar hlýja loftið skellur þar á á þriðjudag.
Hér á landi á kuldi hins vegar að ná undirtökum aftur - ekki til langframa þó.
Landsdægurhitamet var slegið í gær (1. desember) þegar hiti fór í 16,6 stig í Kvískerjum í Öræfum, það gamla var 15,5 stig, sett á Seyðisfirði 1998. Ritstjóra hungurdiska telst til að þetta sé 17. landsdægurhámarksmetið sem sett er á árinu (á þó eftir að staðfesta þá tölu). Þetta er langt umfram væntingar. Aðeins eitt landsdægurlágmarksmet hefur verið sett - mun minna en vænta mætti í stöðugu veðurfari.
Það eru líka tíðindi að nóvember er kaldastur mánaða það sem af er ári víðast hvar á landinu (ekki alls staðar þó). Spurning hvort desember nær að slá hann út. Nóvember hefur stöku sinnum orðið kaldasti mánuður ársins, við höfum farið í gegnum það áður hér á hungurdiskum - ritstjóra minnir að verði nóvember kaldastur mánaða í ár verði það í tíunda sinn sem það gerist á landsvísu síðustu 200 árin - við gætum rifjað það upp síðar. Kuldinn nú var missnarpur - snarpastur að tiltölu á Suðurlandi. Sýnist sem þetta sé kaldasti mánuður yfirleitt í Árnesi frá desember 2011 að telja, ámóta kalt var þó þar í desember 2014.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 97
- Sl. sólarhring: 241
- Sl. viku: 1062
- Frá upphafi: 2420946
Annað
- Innlit í dag: 89
- Innlit sl. viku: 938
- Gestir í dag: 88
- IP-tölur í dag: 87
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.