Nóvemberkuldi

Viđ lítum til gamans á ţykktarvikakort nýliđins nóvembermánađar - frá evrópureiknimiđstöđinni, međ ađstođ Bolla kortagerđarmeistara. 

w-blogg011217xa

Heildregnu línurnar sýna međalhćđ 500 hPa-flatarins í nóvember, strikalínur međalţykkt og litir ţykktarvikin. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs og vikin hversu mikiđ hann víkur frá međallagi áranna 1981 til 2010. Bláir litir sýna neikvćđ vik, en gulir og brúnir jákvćđ. Ţví minni sem ţykktin er ţví kaldara er í veđri. 

Svona fer stundum - viđ lendum í neikvćđu viki miđju - ţví mesta á stóru svćđi. Talan sem lesa má yfir landinu er -68 metrar. Ţađ ţýđir ađ neđri hluti veđrahvolfs hefur veriđ um ţađ bil -3,4 stigum kaldari en ađ međaltali. - Hlýja vikiđ sýnir svćđi ţar sem ţykktin var +80 metrum yfir međallagi, ţar var međalhiti í neđanverđu veđrahvolfi um +4 stigum ofan međallags nóvembermánađar. Yfirborđ jarđar, sjór og land hefur líka áhrif, ţannig ađ í reynd voru vikin misstór hér á landi, minnst á útnesjum og eyjum viđ austur- og norđurströndina, en mest inn til landsins.

Ástćđa kuldans er einföld, ríkjandi vestnorđvestanátt í háloftum og norđanátt í neđstu lögum. 

Nóvember 2017 var almennt sá kaldasti hér á landi frá 1996. Ţá hittist enn verr á heldur en nú eins og sjá má á myndinni hér ađ neđan.

w-blogg011217xb

Ţetta er samskonar kort - viđmiđunartímabil hiđ sama. Vikin voru enn stćrri en nú, ţađ allramesta hitti ađ vísu ekki á landiđ mitt (hefđi getađ gert ţađ), -108 metrar, eđa -5,4 stig undir međallagi. Ţetta er í góđu samrćmi viđ hitamun ţessara mánađa. Landsmeđalhiti í byggđ í nóvember 2017 endađi í -0,5 stigum, var aftur á móti -3,6 stig áriđ 1996, munar 3,1 stigi. 

Jafnhćđarlínurnar sýna okkur vindáttina, sömuleiđis af vestnorđvestri eins og í hinum nýliđna nóvembermánuđi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

 • Samanburðarmynd
 • vik i myrdal 1910
 • vik i myrdal 1910
 • w-blogg131018i
 • w-blogg111018b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.10.): 120
 • Sl. sólarhring: 245
 • Sl. viku: 3383
 • Frá upphafi: 1697830

Annađ

 • Innlit í dag: 110
 • Innlit sl. viku: 2848
 • Gestir í dag: 104
 • IP-tölur í dag: 100

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband