Hæð yfir Grænlandi

Fyrir um tveimur vikum spáði evrópureiknimiðstöðin því að öflug hæð myndi setjast að yfir Grænlandi og ráða veðri í komandi viku (20. til 26. nóvember). Þessi almenna spá stendur enn og verður að hrósa reiknimiðstöðinni fyrir góðan árangur. - Auðvitað vantaði ýmis smáatriði og þau eiga líka enn eftir að breytast eftir því sem á vikuna líður. 

En kortið sýnir meðalsjávarmálsþrýsting næstu 10 daga eins og honum er nú spáð.

w-blogg191117a

Jafnþrýstilínur eru heildregnar, en vikin sýnd í lit. Jákvæð eru rauðbrún, en þau neikvæðu bláleit. Eindregin norðanátt ríkjandi (að meðaltali vel að merkja). Þrýstingi hér á landi er líka spáð langt yfir meðallagi, +20 hPa vestast á landinu - og er það út af fyrir sig jákvætt. Háþrýstinorðanátt er oftast veðravægari en lágþrýstiáttin. En höfum í huga að hér er um tíudagameðaltal að ræða og ólíklegt að veðrið verði eins allan tímann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki hinn óttalegi Stóri Boli, sem er að teygja anga sína til okkar og nær a.m.k. til Vestfjarða?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 61
  • Sl. sólarhring: 286
  • Sl. viku: 2323
  • Frá upphafi: 2410312

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 2083
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband