17.11.2017 | 23:08
Langvinn norðanátt?
Reyndir veðurfræðingar vita að það er eins gott að eiga nóg af spurningarmerkjum á lager - og sömuleiðis birgðir af viðtengingarhætti og úrdráttarorðum. Við notum því orðalagið að líklega sé nokkuð þrálát norðanátt framundan - séu reikningar marktækir.
Lítum á nokkur veðurkort.
Hér má sjá sjávarmálsþrýstispá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir kl. 18 síðdegis á sunnudag (19. nóvember). Öflug hæð er yfir Grænlandi (um 1040 hPa) og lægðir suður í hafi. Norðaustanátt er á landinu - ekki alveg orðin hrein þó, (því þrýstingur er hér enn örlítið hærri á Austfjörðum norðanverðum heldur en á Reykjanesi) - en er að verða það.
Nú tekur við þyngri texti - nóg komið fyrir flesta.
En hæðin yfir Grænlandi er ekki öll þar sem hún sýnist - yfir henni er háloftalægð sem við sjáum á næsta korti.
Hér eru jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins heildregnar, en litir sýna þykktina. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Af legu jafnhæðarlínanna má ráða að vindur í 5 km hæð blæs úr vestnorðvestri - býsna stríður. Þrýstingur við sjávarmál fæst með því að draga þykktina frá 500 hPa hæðinni - og lesendur mega trúa því að útkoman er sjávarmálskortið að ofan. Háloftalægðin við Grænland er sumsé full af köldu lofti - svo mikið er af því að vestanáttin yfir landinu verður að austanátt við jörð.
Við sjáum líka að það er ekkert sérlega kalt í 5 km hæð yfir landinu. Þykktin er rétt neðan við mörk grænu og bláu litanna. En það er mjög kalt í lægðarmiðjunni - sem hreyfist til suðausturs og nálgast landið. Kalt loft er þyngra en hlýtt og þess vegna getur það stungið sér undir það hlýja - sé það í framsókn kemur það fyrr til landsins í neðstu lögum heldur en þeim efri.
Þetta sést reyndar vel á næstu mynd - sem þeir mega horfa á sem þora - aðrir ættu bara að sleppa henni.
Sjá má þversnið yfir landið þvert, frá suðri (vinstra megin) til norðurs (hægra megin), eins og merkt er á litla Íslandskortið í efra hægra horni. Gráa klessan neðarlega á myndinni er hálendi landsins. Það stingur sér upp í um 900 hPa hæð. Lóðrétti kvarðinn sýnir þrýstinginn og nær frá 1000 hPa upp í 250 hPa (í um 10 km hæð). Heimskautaröstin ólmast langt yfir landinu og blæs vindur hennar úr vestnorðvestri - svipað og við sáum á 500 hPa-kortinu að ofan.
Vindörvar sýna vindstyrk og vindátt (athuga þó að stefnan er eins og á hefðbundnum láréttum veðurkortum - klukkan 9 er vestanátt. Litirnir sýna vindhraðann.
Heildregnu línurnar sýna mættishita - en það er sá hiti sem mældist væri loftið dregið niður að 1000 hPa. Við gætum líka kallað hann þrýstileiðréttan hita - og sumir tala um varmastig. Mættishiti vex alltaf (eða nærri því alltaf) upp á við og kvarðinn sem notaður er Kelvinstig. Með því að nota Kelvinkvarðann er minni hætta á ruglingi við þann hita sem kemur fram þegar hiti loftsins er mældur.
Það sem á að taka eftir hér er að þessar línur hallast mjög mikið - þær eru mun neðar vinstra megin á myndinni heldur en hægra megin. Veljum við t.d. 286K línuna má sjá að hún er í um 840 hPa hæð lengst til vinstri á myndinni, en uppi í 540 hPa lengst til hægri - munar hátt í 3 km. Það er mun kaldara hægra megin á myndinni heldur en vinstra megin. Við tökum eftir því að jafnmættishitalínurnar eru þéttar á svæði um myndina þvera. Þetta er skilaflötur - hlýtt ofan við - en kalt neðan við. Vel má vera að því fylgi blikubakki - eða þverklósigar (þvera loft) nokkurn veginn samsíða vindstefnu. Veðurspámenn fyrri tíðar horfðu stíft á þverklósigann. Lítum til lofts á sunnudag og fylgjumst með - .
Þetta skilasvæði á að vera yfir landinu bæði sunnudag og mánudag - kalda loftið sækir þó aðeins á. Síðan á það að hörfa nokkuð snögglega - þá kólnar líka nokkuð snöggt - (séu spár réttar). Þykktin á að falla um 130 metra frá miðnætti til hádegis á þriðjudag, loftið að kólna um 6 til 7 stig. - Þá loksins hefur kalda loftið náð öllum tökum.
Hvað það svo gerir eftir það er mjög óljóst enn.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 147
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.